29.4.2011 | 07:06
Þetta vissu nú allir nema Össur, Steingrímur og Jóhanna.
Yfirleitt vita Evrópuþingsmenn það litla sem Framkvæmdastjórnin vill að þeir viti.
Meira að segja þeir vita að icesave tengist aðildarviðræðum við ESB.
Þau Össur, Jóhanna og Steingrímur, hafa margsinnis svarið, við sáluhjálp sína, að svo væri ekki.
Og ekki vantar að Össur sé alltaf erlendis að kynna sér málin.
Nú fór hann í ógáti upp í flugvél til Indlands en hefur vísast ætlað til Írlands.
Guð má vita hvað hann erindar á Indlandi.
Heim kominn mun hann ekki vita það sjálfur.
Hann var eitthvað svo syfjaður, Indverjarnir enn leiðinlegri en Mugabe.
Spurning samt að kíkja á kallinn í heimleiðinni.
Icesave tengt ESB-aðildarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:12 | Facebook
Athugasemdir
Í lok fréttarinnar stendur: Evrópuþingmennirnir lögðu áherslu á að hraðað yrði styrkingu stofnanakerfis íslensks landbúnaðar, þannig að hann standist regluverk Evrópusambandsins. Regluverk ESB er óhuggulegt þegar kemur að landbúnaði
Ég vona að það hlusti enginn á þessar skipanir og að íslenskir bændur haldi sínu íslenska striki eftir sem áður.
anna (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 07:44
Össur var heppinn að fá sér heilunarferð til lands viskunnar: Indlands. Það getur ekki gert Össuri annað en gott að fá að kynnast þeirri frábæru þjóð betur. Hann kemur margs vísari og verndaðri til baka, skulum við vona. EES-þyrnar fjór-frelsisins eru margir, þar á meðal er Icesave!
ESB er ekki bara óhuggulegt fyrir landbúnaðinn, heldur þjóðfélagið í heild sinni. Það er bara áróður að tala alltaf um landbúnaðinn sem einingu fyrir utan heildina.
Þjóðfélag er samansett af öllum sem þar búa og er kallað samfélag. Allt tal um eitthvað annað er aðkeyptur áróður.
Ef einn hlekkur eða fleiri í samfélagi fara illa, þá fer restin af samfélaginu illa. Þetta virkar bara eins og dóminó! En hér hefur allt verið gert til að sundra þjóðinni með áróðri og peninga-mútuþrælum sem auglýsa á lúmskan hátt í gegnum fjölmiðla, embættis-fólk og stjórnmálamenn.
Svo er öllum kennt/skipað að hlusta ekki né trúa á sína skynsemi og innri sannfæringu, og þannig reynt að brjóta niður sjálfstraust og mótstöðu einstaklinga, hæða þá og leggja í einelti ef einhver sýnir sjálfstæða og ábyrga hugsun. Fólki er hreinlega bannað að trúa á sig sjálft og sína sannfæringu í skiptum fyrir einhvern utanaðkomandi mafíu-guð, sem allt drepur á endanum, með sínum mútu-þrælum eftir krókaleiðum og kemur sjálfum sér undan! Að sjálfsögðu borgar svo almenningur? Eða hvað?
Svona virka stríð! Svona náðu Hitlers-menn völdum til að fremja þá hræðilegu glæpi á saklausu og auðtrúa fólki, sem raun ber vitni. Og hvað höfum við mannkynið lært síðan þá? Höfum við bara lært að kenna öðrum um eftir á vegna þess að við létum blekkjast?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.4.2011 kl. 09:35
Heyr stúlkur.
Viggó Jörgensson, 29.4.2011 kl. 11:19
Já,sannarlega tek ég undir með Önnu Sigríði,frábær athugasemd. Las í dag pistil Kolbrúnar Bergþórs,þar sem hún, að mig minnir setti út á upphrópanir andstæðra hópa. Ég tel þetta það alvarlegt að það þurfi meira til en það. Við erum að verjast yfirgangi,þar sem klækjum er beitt og við vitum, að ef þetta viðgengst áfram er það of seint Verðum að stoppa þetta með öllum ráðum.
Helga Kristjánsdóttir, 29.4.2011 kl. 23:26
Stjórn Jóhannu hefur komist upp með blekkingar, lögbrot og níðingsskap of lengi og verður að stoppa þau. Já, Jóhanna og Steingrímur og Össur, hafa logið að EU-ofbeldisferlið og ICESAVE tengist ekki. Við höfum samt vitað það frá upphafi kúgunarinnar og þau líka.
Elle_, 30.4.2011 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.