19.4.2011 | 18:14
Veislugestir frá Brussel - Aldrei að spyrja almenning.
Þarna eru heittrúaðir Evrópusambandsmenn á ferð er sátu of mikið í veislunum í Brussel.
Venjulega Dani langar að komast aftur úr Evrópusambandsskrímslinu. Svo er um fleiri þjóðir.
Þessir menn eru yfir sig hissa á að forseti Íslands skuli muna, að hann bauð sig fram til þjónustu fyrir íslensku þjóðina.
Því hafa menn löngu gleymt í Brussel. Að þeir séu þjónar fólksins.
Slík hugsun er þeim óskiljanleg.
Þeir eru þess fullvissir að við almenningur séum fábjánar.
Og hinn sósialdemókratíski Guð hafi sent þá, þessa herra, til að hugsa fyrir okkur.
Þannig voru einnig keisararnir í Róm.
Þannig voru einvaldskonungar miðalda.
Búnir að vera svo lengi í valdaveislunni
að þeir voru löngu komnir út úr öllum veruleika venjulegs fólks.
Undrandi á forseta Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.