18.4.2011 | 10:11
Skila þýfi eða afhenda það ESB?
Tilgangur Samfylkingarinnar hefur aldrei verið sá að ríkissjóður Íslendinga fái eðlilegt afgjald af þessari þjóðareign.
Allt er þetta leikrit til að uppfylla kröfur Evrópusambandsins.
Að stjórnarskráin heimili inngöngu í Evrópusambandið.
Að lög landsins heimili Evrópusambandinu að stjórna hér fiskveiðum.
Af mildi er sagt að við getum samið um undanþágur við Evrópusambandið.
Af hverju þyrftum við að semja um fiskinn okkar við einhvern sem á ekkert í honum?
Unnum við landhelgisdeilurnar við Breta og Þjóðverja til að afhenda þeim fiskveiðistjórnunina?
Samfylkingunni þykir miklu betra að erlendir útgerðarmenn hafi kvótann.
Þeir í ESB eru heimsmeistarar í rányrkju. Eiga bara eftir að drepa síðasta sílið í Norðursjó.
Evrópusambandið er eins og smitsjúkdómur sem menn bera ævilangt.
Ef við færum þangað inn missum við sjálfstæði okkar og fullveldi yfir auðlindum okkar.
Evrópusambandið stefnir í eðli sínu á að verða sambandsríki Evrópu.
Það sýnir saga þess ótvírætt. Tekur yfir stjórnina, á sífellt fleiri sviðum, í löndum sínum.
Engir samningar myndu halda þannig að við stjórnuðum auðlindum okkar.
Evrópudómstóllinn myndi ekki hika við að sópa slíkum samningum í ruslið.
En um þetta þarf ekkert að deila.
Spánverjar hafa sagt með afgerandi hætti að Íslendingar fengju aldrei að sitja einir að fiskimiðunum við Ísland.
Össur gleymdi að segja okkur frá því.Það er svo margt sem við megum ekki vita og alls ekki hugsa um.
Jóhanna, Össur og Steingrímur hugsa fyrir okkur.
Steingrímur sagði okkur það sjálfur að enginn væri hæfari til að stjórna, en einmitt hann.
Það hafa þeir einnig sagt þjóðum sínum lengi, bæði á Kúbu og í Norður Kóreu.
Þurfum við ekki að stofna klúbb með þessum þjóðum?
Þjóðaratkvæði um kvótann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:35 | Facebook
Athugasemdir
Burtu með þetta PAKK strax.
Það kann ekki að reikna
Það kann ekki að semja.
Það veit ekki muninn á aðlögun og innlimun.
Það er í alþjóðlegu samgengi til athlægis.
Nágrímur og Norn eiga hreint ekki að fara með neitt sem snýr að verndun landsins lengur þar sem þau hafa jú verið helstu baráttu og stuðningsmenn þeirra sem nú eru að taka ofan grímuna og í koma ljós svarnir óvinir.
BURTU MEÐ PAKKIÐ FOKKING STRAX!
Óskar Guðmundsson, 18.4.2011 kl. 10:27
Já þessvegna segi ég það að við verðum að draga þessa umsókn til baka strax. Þeir munu nota lög ESB á okkur um leið og þeir eru búnir að samþykkja okkur en þeir gera það hvað sem það kostar. Þjóðaratkvæðagreiðsla hefir ekkert að segja eftirá.
Valdimar Samúelsson, 18.4.2011 kl. 10:30
Já strákar við berjumst áfram
á móti Evrópusambandsskrímslinu.
Viggó Jörgensson, 19.4.2011 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.