17.4.2011 | 05:00
Þetta er kallað aðlögunarferli.
Má ég ennþá nota íslenska fánann?
Fáni ESB á varðskipinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Komdu sæll Viggó! Já, en þú þarft bráðum að fjárfesta í annari stöng ,því væntanlega verður ekki tilhlýðanlegt að draga þann íslenska að húni nema að hafa Evropufánan með. Ég minnist þess að þegar varnaliðið var hérna og þurftu að draga fána að húni, þá notuðu þeir oftast stöngina sem var með bandsnúning efst fyrir íslenska fánann svo að jafnvel þó þeir drægju fánann alveg upp þá var sá íslenski ávallt nokkru neðar en sá Bandaríski.
Sandy, 17.4.2011 kl. 07:34
Blessuð Sandy Það kemur áreiðanlega reglugerð frá Brussel um að þeirra stöng eigi að vera stærst
Viggó Jörgensson, 17.4.2011 kl. 11:37
Þvílíkt ógeð, eins og gusa af rafgeymasýru í andlit fjallkonunnar.
Og brot á reglugerð um lit og einkenni farartækja Landhelgisgæslunnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.4.2011 kl. 11:46
Neibb þetta er ekki partur af ESB umsókninni eða "aðlögun" að neinu leiti. Þetta var gert vegna þess að gæslan er búin að leigja skipið til Frontex, sem við eigum aðild að í gegnum EES, vegna þess að ríkið er ekki tilbúið til að borga nægilega mikið til að viðhalda landhelgisgæslunni.
Annars eru Frontex samtök innan Schengen sem sjá um að aðstoða ríki við landhelgisgæslu. Þetta þýðir t.d. að ef Ísland þyrfti aðstoð við landhelgisgæslu myndum við geta leitað til Frontex. Björn Bjarnason tók ákvörðunina um að taka þátt í þessu samstarfi.
Annars, Viggó, veist þú nákvæmlega að þetta hefur ekkert með umsóknina að ESB að gera en þú ákveður að ljúgja að fólki.
Egill A. (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 12:32
Flestir eru læsir Egill minn
þetta kemur alveg skýrt fram í fréttinni
þannig að ég get engu logið um það.
Hins vegar er ég að reyna að stríða fólki eins og þér.
Passaðu þig svo á ESB skrímslinu og takk fyrir góðan dag.
Viggó Jörgensson, 17.4.2011 kl. 12:41
Aðaltilgangur minn er samt sá að átta mig á fólki sem trúir blint á einhvern málstað, án þess að hugsa neitt sjálft.
Ég skora sem sagt á þig að hætta að láta stjórnmálamenn mata þig
og fylgja því svo eins og meðlimur í ofsatrúarsöfnuði.
Sjálfur er ég á móti ESB eftir að hafa þurft að lesa um það nokkrar bækur.
Áður en ég las bækurnar var ég hlyntur því.
Ég læt sem sagt ekki stjórnmálamenn ljúga að mér, sama hvort það eru nýfrjálshyggjumenn, kommúnistar, kratar, sósíalistar, íhaldsmenn eða hvað má kalla þá.
Skora á þig að prófa.
Viggó Jörgensson, 17.4.2011 kl. 13:12
Fréttin er ekki rétt. Týr er ekki að fara í landamæraeftirlit fyrir Frontex heldur í fiskveiðieftirlit á vegum ESB. Ægir fer hins vegar í landamæraeftirlitið, ómerktur ESB. Tvennt ólíkt. Þessi frétt er klárt dæmi um óvandaða blaðamennsku og að getið sé í eyðurnar.
Guðmundur (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.