16.4.2011 | 19:55
Ætla ekki að virkja meira - Boða stöðnun.
Síðustu fréttir af Alþingi eru að meirihluti þingmanna ætli að stöðva framþróun í landinu.
Hætt við frekari virkjanir í Þjórsá.
Skilaboðin út í heim að við ætlum að taka upp sjálfbærni að hætti Gísla heitins á Uppsölum.
Svo er frú Jóhanna æf þar sem atvinnurekendur langar að sjá eilítið fram fyrir tærnar á sér.
Slíkt þykir fordild og hégómi hjá frú Jóhönnu.
Því trúum við Íslendingar vel.
En eitthvað vantar upp á trú erlendra manna, á búhyggindin.
Hvað er eiginlega að mönnunum?
Óréttlátt að lækka lánshæfi nú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:17 | Facebook
Athugasemdir
Leit snöggt yfir Moggabloggið áðan. Hægri skrifararnir þar eru fyrir löngu búnir að glata glórunni, sem er sorglegt. Samt grátbroslega fyndið. Þeir hamast við að skrifa sig frá SJALLAHRUNINU sínu með því að kenna ríkisstjórninni um allt sem miður fer. Bókstaflega allt. Nema veðrið, en það kemur að því! Þessir menn eru pólitískt daufdumbir, enda tilbiðja þeir þrefaldan hrunkónginn í Hádegismóum.
Þjóðin valt. Seðlabankinn valt. Mogginn veltur.
Þeir eru hinir nýju ENGLAR ALHEIMSINS. Til hamingju með það!
Björn Birgisson, 16.4.2011 kl. 20:56
Feginn er ég Bjössi minn að við berum enga ábyrgð á hruninu.
Og ekki á nýfrjálshyggjunni.
En við styðjum frelsið. Bara ekki óheft frelsi til að svíkja svindla
Ekki skortstöðutöku til að eyðileggja góð fyrirtæki.
Enga vogunarsjóði.
Ég held við sofum bara vel Bjössi.
Svefni hinna réttlátu.
Viggó Jörgensson, 16.4.2011 kl. 22:59
Viggó það er alger óþarfi að reyna að blekkja fólk.
Það veit það öll alþjóð að ekki náðust kjarasamningar útaf Sjávarútvegs kvótakerfis stríði. Ekki nokkur maður heldur öðru fram með vott af trúverðugleika í augunum.
Þessi ríkistjórn er búinn að gera alvarlega í buxurnar í mörgum málum (Icesave efst á blaði) en þegar kemur að kjaramálum bera LÍÚ og ASÍ 100% ábyrgð með fáránlegri tengingu við kvótakerfi.
Þessir menn eiga að skammast sín og finna sér eitthvað annað að gera. Næsta bylting á að vera gegn þessari hagsmunamafíu sem þykist eiga fiskinn. Þökk sé þeim fæ ég ekki neina kjarabót á næstunni frekar en aðrir.
Már (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 03:02
Ég trúi þér Már að útgerðarmennirnir vilji halda kvótanum.
Þeir eru í rekstri og þar er engin bót fyrir þjóðina að útgerðin fari á hausinn.
En þjóðin á fiskinn.
Og þeir eiga að borga eðlilega leigu.
Og það vita þeir sjálfir, þó að þeir þumbist auðvitað við.
Viggó Jörgensson, 17.4.2011 kl. 04:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.