16.4.2011 | 13:32
Jóhanna lýsir sjálfri sér.
Án umboðs ætlar frú Jóhanna að troða okkur í Evrópubandalagið, með ofbeldi, svikum, röngum upplýsingum og alveg takmarkalausri ósvífni.
Það er von að konan sé hneyksluð á slíkum vinnubrögðum.
Íslendingar hafa ekkert að gera við trúfélag sem vill trúa nágrönnum okkur í Evrópu fyrir öllum okkar málum í blindni.
Það er tær fábjánaháttur að treysta því að nýlenduþjóðir Evrópu ætli að fóstra okkur eins og okkur kæmi best.
Okkar yfir þúsund ára saga segir okkur að svo sé ekki.
Forfeður okkar hörkuðu af sér hörmungar í þeirri von að við afkomendur þeirra yrðum einhvern tíma frjáls og nytum sjálf gæða landsins.
Það var ekki til að við létum fífla okkur til að láta frelsið okkar og fullveldi af hendi, innan mannsaldurs eftir að við náðum því loks aftur.
Innganga þjóða í ESB er hugmynd volaðra drykkjusjúklinga er drukku frá sér ráð og rænu í veislunum í Brussel.
Og eru enn að.
Ósvífni og hreint ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:04 | Facebook
Athugasemdir
Er það ekki líka íslenski hátturinn að láta fámenna elítu troða á almúganum?
Er ekki spurning um að spyrna aðeins fótunum gegn LÍÚ og einkaeigu á auðlindum íslands?
Svo skil ég ekki alveg heiftina gegn ESB, það verða þjóðaratkvæðagreiðslur um þann samning. Þannig þjóðin fær nú eitthvað um það að segja, annað en kjarasamninga eða auðlindirnar...
Þórarinn Guðmundsson, 16.4.2011 kl. 13:49
Ég er enginn talsmaður LÍU og verð aldrei.
Samfylkingin hafði umboð eins þriðja hluta þjóðarinnar.
Umsókn um inngöngu í ESB átti aldrei að koma til.
Þessu fólki er bara alls ekki treystandi til að halda á okkar málum.
Og þau vita sjálf að þau eru algerlega ófær um að sitja á Alþingi og að vera í ríkisstjórn.
Þess vegna láta þau Alþjóðagjaldeyrissjóðinn stjórna landinu og hafa gert frá því að þau tóku við.
Svo ætluðu þau að láta Evrópubandalagið stjórna fyrir sig.
Viggó Jörgensson, 16.4.2011 kl. 14:13
Og ef þú ert í einhverjum vafa um vanþekkingu frú Jóhönnu,
þá skaltu bara hlusta á hennar síðustu ræðu
þar sem hún las upp úr Litlu gulu hænunni
sem eru undirstöðurit í hagfræði í sjö ára bekk.
Viggó Jörgensson, 16.4.2011 kl. 14:18
Samála þér Viggó algerlega óviðundandi vinnubrögð stjórnvalda gegn okkur meiri hluta þjóðarinnar!
Sigurður Haraldsson, 16.4.2011 kl. 14:19
Mikið verða leikskólabörnin þroskuð í samanburðinum við svona alhæfingarskrif fullorðina!
Það er búið að taka ákvörðun með að fá samning á borðið - sem svo borinn verður undir þjóðina! Eftir ákvörðun þjóðarinnar er kominn ákvörðun um aðild eða ekki!
Að menn nenni að skæla yfir þessu og stappa í gólfið eins og hrútar á fengitíma er stórundarlegt.
Alhæfingar að þetta esb rugl kosti skrilljarða, þeir steli öllum fiskinum og fallegu konunum eru bara einkennandi þeirra sem sitja á þýfi og þola ekki tilhugsunina um að þurfa að lúta aga, lögum og réttlæti sem möguleg samþykkt þjóðarinnar á inngöngu í esb myndi leiða af sér.
Í alvörunni kæri síðueigandi! Hver heldur þú að taki mark á svona "helvítis umboðslausu fábjánar og drykkjusjúklingar" skrifum?
Það eina sem svona upphróp gera er að stækka hóp þeirra sem grunar andstæðinga aðildarviðræðanna um græsku.
Ég tel víst að úr þessu sé meirihluti þjóðarinnar hlynntur því að sjá samningin og leggja sjáft mat á hann.
Samningurinn verður svo felldur ef/þegar kemur í ljós að hann er slæmur.
En þetta ferli þarf að fara fram, er í gangi um mun verða klárað í þessari törn - sama hvað sumir stappa mikið í drullupollinum.
Kveðja / Daníel
Daníel (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 15:19
Hvort sem þú heitir Daníel eða ekki.
Þá finnst mér þetta ágætlega skrifað hjá þér.
„...Helvítis...“ eitthvað hef ég ekki skrifað um fólk.
Sjálfsagt að skamma mig, en farðu þá rétt með.
Ég hef ekki heldur talað um fábjána en gert mig sekan um að tala um fábjánahátt.
Mörgum ágætum drykkjusjúklingum hef ég kynnst.
Sumum stórgáfuðum og stórskemmtilegum.
En eitt af því sem er slæmt við þann sjúkdóm er að allir hafa þeir tapa dómgreindinni að einhverju leyti eftir búsið með Bakkusi.
Sumir þurfa ekki drykkju til.
Viggó Jörgensson, 16.4.2011 kl. 16:18
Já og fyrirgefðu.
Ég er sammála þér að þið eruð með allt umsóknarferlið í drullupolli.
Það er vandamálið í hnotskurn.
Stjórnarskrárbreytingarleikritið er eingöngu til að geta gengið í ESB. Valdið til fólksins o. s. frv. er bara blekking.
Þið forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar vilja ekki einu sinni valdið til Alþingis, hvað þá fólksins.
Stefnan á breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu er sömuleiðis eingöngu vegna krafna ESB.
Að það sé út af einhverri réttlætiskennd er bara blekking.
Þetta hefur allt verið á kafi í drullupolli. Mikið er ég bara sammála þér.
Skrifaðu sem oftast, kveðja og þakkir fyrir innlitið
Viggó Jörgensson, 16.4.2011 kl. 16:25
Svo sé ég að einhver gæti misskilið skrifin um drykkjusjúklinga
og talið að ég ætti við einhverjar sérstakar persónur og hef því breytt þeim texta.
Þakka áminninguna.
Viggó Jörgensson, 16.4.2011 kl. 16:32
Viggó,
Ég ætlaði ekki að gera þér upp orð - en stikkorð úr grein þinni þar sem þú lýsir núverandi ríkisstjórn eins og: "Án umboðs", "ofbeldi, svikum, röngum upplýsingum og alveg takmarkalausri ósvífni", "tær fábjánaháttur fífla", "volaðra drykkjusjúklinga er drukku frá sér ráð og rænu"- voru mér innblástur þegar ég skrifaði athugasemdina.
Þessi "helvítis fokkíng fokk" framsetning virkar bara öfugt á mig og fær mig til að hugsa hvaða ótta menn sem tala/skrifa svona bera í brjósti sér? Afhverju má ekki bara sjá þennan samning og leggja mat á staðreyndir - í stað þess að vera með öll þessi gífuryrði um óskrifaðan samning?
Ég er ekki með neitt umsóknarferli í drullupoll minn kæri eins og þú kýst að segja. Myndlíking mín við drullupoll er bara sá skítaustur sem á sér stað gegn/með þessum samningaviðræðum. Enginn nema sá sem hoppar í pollinum verður skítugur og blautur í fæturna.
Valdið til fólksins er bara blekking segir þú! Þannig er það og þannig vill t.d Líu halda því því Íslenskur almenningur hefur ekkert vald, enga lögsögu eða ekkert mátt um hlutina segja og því má bara alls ekki breyta.
Þetta er það afl sem þú trúir á sýnist mér – að það sé miklu betra að Íslensk svín sitji að auðlindum þjóðarinnar – heldur en útlensk svín...
Ég lýsi bara þeirri skoðun minni að úr því sem komið er megi íslensk þjóð alveg kjósa sér hvorum aðilunum þeir selji.. Besta boðið vinnur, Íslenskir drullueiginhagsmunapotarar vs evrópuskrímslið..
Auðvitað væri valdið til fólksins lang besta niðurstaðan, réttlæti og skynsemi í úthlutun og ávöxtum okkar gjöfula lands – en það virðist borinn von að endurheimta valdið frá þeim greifum og erfðakonunugum sem ”eiga” þetta í dag og vilja ekki gefa þjóð sinni minnstu brauðmylsnu af ”eign” sinni.
Að hinn almenni borgari sé virkilega í öðru hvoru liðinu er mér algerlega um megn að skilja!
Kveðja / Daníel
Ps. Til að dekka efa þinn um nafn mitt - þá er ég stoltur sonur Sigurðar.
Daníel (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 17:30
Ef þetta heldur svona áfram
endum við með að vera sammála um alla hluti.
Það er hárrétt hjá þér, að heldur vil ég að íslendingar eigi auðlindirnar en útlendingar.
En ég hef aldrei sagt að fiskveiðikvótinn sé einkaeign. Því hef ég mótmælt margsinnis.
En eitthvað komuð þið kratarnir að frjálsa framsalinu þó að þægilegra væri að gleyma því.
Og þó að ég sé harður á því að útgerðarmenn verði einn góðan veðurdag
látnir "skila" kvótanum til eiganda síns, ríkissjóðs íslensku þjóðarinnar.
Þá sé ég ekki að við þurfum aðstoð sömu stéttar í Evrópusambandinu til þess.
Sagan segir okkur að ekkert sé trúlegra en að hjálpin verði fólgin í því að þeir hirði hann sjálfir.
Einstaklingar eða þessar þjóðir, kemur út á eitt fyrir okkur.
Svo algerlega afgerandi er sagan í þessu tilliti að ég stend við fyrri orð.
Að það sé fábjánaháttur að trúa öðru.
Sá sem treysti á loforð ESB um annað sé að láta fifla sig.
Hvernig er það annars, er ekki ESB búið að þurrka upp fiskinn í Norðursjó og yfirleitt alls staðar búið að ganga nærri öllum fiskstofnum sem það hefur með að gera???.
Viggó Jörgensson, 16.4.2011 kl. 19:25
Persónulega finnst mér affarasælla að útskýra sannleikann fyrir okkur kjósendum.
Samfylkingin ætlaði að láta okkur vakna upp í Evrópusambandinu eftir hrunið.
Án þess að spyrja okkur landsmenn eða bera það undir okkur.
Svoleiðis forræðishyggja ætti að heyra sögunni til.
Og enn kennir sagan okkur hversu hættulegir valdamenn eru orðnir.
Þegar þeir sjálfir ákveða af mildi sinni hvað er best fyrir okkur sauðsvartan almúgann.
Það hefði verið betra ef forsvarsmenn Samfylkingarinnar hefðu bara sagt okkur satt um áform sín.
Hefði jafnvel sópað inn atkvæðum þannig að hún þyrfti ekki að dragast með draumórafólk úr VG.
Það sem heldur að við þurfum aldrei að virkja meira.
Viggó Jörgensson, 16.4.2011 kl. 19:34
Og þegar ég fullyrði að einn góðan veðurdag þurfi útgerðarmenn að skila kvótanum
verður það ekki gert með því að keyra greinina á hausinn.
Það er ekki það sem þjóðina vantar.
Eðlilegt er að þeir fái forleigurétt til þess tíma að þeir geti afskrifað fjárfestingu sína
og fengið eðlilegan ábata.
Viggó Jörgensson, 16.4.2011 kl. 19:49
Já og Össur.
Skapp til Spánar á dögunum.
Og voru Spánverjarnir með einhvern moðreyk?
Ekki þótti það nú.
Þeir sögðu að Íslendingar fengju ALDREI
A L D R E I
að sitja einir að fiskimiðunum við Ísland
ef við gengjum í Evrópubandalagið.
Er þetta eitthvað óskýrt fyrir þér???
Viggó Jörgensson, 16.4.2011 kl. 20:24
Og að lokum í bili.
Má skv. grein þinni hér að ofan
kalla fólk SVÍN
bara ekki Samfylkingarsvín?
Viggó Jörgensson, 16.4.2011 kl. 20:42
Og eitt enn.
Ef þú mátt kalla íslenska útgerðarmenn svín.
Þá má ég kalla íslenska Brusselfara guðsvolaða drykkjusjúklinga og held því þá áfram, ekki satt?.
Eða voru þeir allir bindindismenn?
Viggó Jörgensson, 16.4.2011 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.