Fer allt batnandi segir Össur í Undralandi.

Það hefur lengi verið óljóst hvort Össur Skarphéðinsson væri þessa heims eða annars. 

Nú fer hann með himinskautum af gleði þar eð ríkisstjórnin hangir á einum manni. 

Og bara trúlegast að stjórnin sitji í 12 ár eins og viðreisnarstjórnin.


mbl.is Erfið staða stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Aðalsmerki viðreisnarstjórnarinnar var kröftugasta atvinnuuppbygging sögunnar, hér á landi.  Það er spurnign hvort samlíking hans nær lengra en punkturinn aftan við fullyrðinguna.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 01:48

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að trú bróður hans álfa byggist á því að hann ólst upp með einum.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2011 kl. 01:50

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Úrelta útgáfan af stjórnmálamönnum okkar notar alltaf eiinhvern þvætting til að styrkja sinn málstað. 

Hversu fráleitur hann er. 

Þessi systkin eru mögnuð, satt er það.

Össur sagði sjálfur, í blaðaviðtali, að pabbi hans hefði hent honum út af heimilinu á unglingsaldri. 

Hann hefur sem sagt alltaf verið óalandi og óferjandi.  

Viggó Jörgensson, 14.4.2011 kl. 02:45

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það sem mér þykir athyglisverðast er að ástæða þess að fólkið vill ekki kosningar er að það vill ekki verða atvinnulaust eða missa sæti sín. Allar yfirlýsingar um að virða eigi vilja fólksins, þingmenn eigi að vinna saman óháð flokkum á greinilega bara við um önnur mál en endurnýja umboð sitt vegna ótta um að fólkið í landinu vilji annað en þau.

Ég tel daga þessarar ríkisstjórnar örfáa. Stjórnin mun ekki lífa svona tæpa atkvæðagreiðslu og lifði hana ekki á stuðningi við stefnu sína heldur ótta þingmanna við vilja þjóðarinnar. Hræsni hreyfingarmanna eins og Birgittu og Margrétar Tryggva ásamt Siv, Guðmundar og  er aumkunarverð. Betra er að styðja stjórn sem þau treysta ekki en treysta á endurnýjað umboð frá þjóðinni og að hún velji rétta flokka.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 14.4.2011 kl. 06:00

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Adda Þorbjörg.

Það var öllum augljóst að þær Birgitta, Margrét, Siv og Guðmundur, greiddu að hluta til atkvæði 

eins og best hentaði atvinnu öryggi þeirra sjálfra.

Hugsjónirnar eru fljótar að fjúka burt, ef þær voru einhverjar.   

Viggó Jörgensson, 14.4.2011 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband