Enginn vafi er á að lög voru brotin á Guðfríði Lilju Grétarsdóttur með því að svipta hana launuðu starfi vegna fæðingarorlofs hennar.
Þingflokkur VG og eða Alþingi eru a. m. k. skaðabótaskyld vegna þessara 15% af launum sem Guðfríður Lilja var svipt daginn sem hún kom úr fæðingarorlofi.
"Lög um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað 1995 nr. 88 28. júní ... Tóku gildi 1. júlí 1995. " Með síðari breytingum.
"... 3. gr. ... Formenn þingnefnda, sbr. 13. gr. þingskapa, og formenn þingflokka fá greitt 15% álag á þingfararkaup..."
"[13. gr.]1) [Alþingismaður á rétt á fæðingar- og foreldraorlofi og fer um lengd þess og greiðslur meðan það varir samkvæmt lögum nr. 95/2000..."
" Lög um fæðingar- og foreldraorlof 2000 nr. 95 22. maí...
VIII. kafli. Sameiginleg ákvæði.
29. gr. Réttur til starfs. Ráðningarsamband milli starfsmanns og vinnuveitanda helst óbreytt í fæðingar- og foreldraorlofi. Starfsmaður skal eiga rétt á að hverfa aftur að starfi sínu að loknu fæðingar- eða foreldraorlofi. Sé þess ekki kostur skal hann eiga rétt á sambærilegu starfi hjá vinnuveitanda í samræmi við ráðningarsamning.
30. gr. Vernd gegn uppsögnum. Óheimilt er að segja starfsmanni upp störfum vegna þess að hann hefur tilkynnt um fyrirhugaða töku fæðingar- eða foreldraorlofs skv. 9. eða 26. gr. eða er í fæðingar- eða foreldraorlofi nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sama gildir um uppsagnir þungaðrar konu og konu sem nýlega hefur alið barn.
31. gr. Skaðabótaskylda. Brjóti vinnuveitandi gegn ákvæðum laga þessara varðar það skaðabótaskyldu samkvæmt almennum reglum..."
Ekki brot á fæðingaorlofslögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Árni Þór segir, að engin lög hafi verið brotin, því að hún hafi snúið aftur sem þingmaður. En það er þvættingur og kemur málinu ekkert við. VG er ekki vinnuveitandi Guðfríðar, hvað varðar þingsæti hennar, enda getur enginn rekið hana úr því. Vinnuveitendur óbreyttra þingmanna eru kjósendur þeirra. Hins vegar hefur flokkurinn brotið þetta ákvæði sem þú nefnir í sambandi við trúnaðarstörf Guðfríðar (formennsku þingflokksins) og er skaðabótaskylt.
Það er rík þörf á því að losna við helvítið hann Árna Þór í næstu alþingiskosningum. Hann er álíka gagnlegur og krabbameinsæxli. Um að gera að ýta honum það neðarlega á framboðslistann að hann komist ekki inn á þing, t.d. 11. sæti.
Þegar ferilskrá Árna er lesin, er ljóst að hann hefur aldrei gert ærlegt handtak um ævina, en lifað alla sína ævi sem sníkjudýr á hinu opinbera á við sovézkan apparatjik. Ekki neins staðar hefur hann verið í tengslum við atvinnulífið, aldrei óhreinkað fingurna með vinnu, nema uppi í sumarbústaðnum sínum. Og svo á þessi flokkur hans VG (og áður Alþýðubandalagið) að vera fulltrúar verkalýðsins á þingi. Afsakið á meðan ég æli.
Che, 11.4.2011 kl. 18:36
Árni Þór Sigurðsson is a nobody.
Che, 11.4.2011 kl. 18:38
Ekki gleyma innherjabraski hans, þar sem hann seldi hlutabréf kortéri fyrir hrun með inside info. Af hverju liggur hann ekki á borði sérstaks?
Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2011 kl. 01:41
Sérstakur hefur sennilega fengið sérstök fyrirmæli frá ráðuneytinu um að láta stjórnarliða í friði.
Che, 12.4.2011 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.