10.4.2011 | 00:21
Flugstjóranum var skipað að lenda.
Her Póllands útvegaði flugmennina í þetta feigðarflug.
Ekkert skyggni var til að lenda á flugvellinum.
Flugumferðarstjórar höfðu sagt flugmönnunum að ekki væri ráðlegt að lenda þar.
Á upptökum úr flugstjórnarklefanum heyrast tvær raddir sem skipuðu flugmönnunum að lenda.
Þá þegar höfðu þeir gert tvö aðflug þar sem þeir sáu hvorki fram á við, né niður, sem nægði til lendingar.
Í þriðju tilraun fóru þeir niður fyrir lágmörk og sáu samt ekki til.
Brotlentu svo þegar þeir áttu enn nokkur hundruð metra að flugbrautinni.
Um borð í vélinni voru forseti og helstu höfðingjar Póllands, úr kirkju, her og stjórnmálum.
Hverjir þeirra voru svo vitlausir að skipa flugstjóranum á jörðina, vitum við ekki.
Það var þurrkað út af spólunum.
Hitt er ljóst að hermaðurinn hlýddi yfirboðurum sínum.
Ár frá flugslysinu í Smolensk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.