Eru Íslendingar á þrælauppboði?

Þetta fólk ætlar þá að kaupa orkuauðlindir okkar. 

Þær eru bara ekki til sölu.

Þær eru ævinlega og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar, sameiginlega.  

Sjávarútvegurinn er skuldum vafinn. 

Það eina sem getur gefið ásættanlegan arð af 1.700. miljörðum eru orkuauðlindirnar.  

Og að sjálfsögðu myndi rafmagn og húshitun svo þrefaldast eða svo. 

Eða er jólasveinninn til ?


mbl.is Vilja ríkisborgararétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bíddu er gjaldskrár OR ekki búinn að hækka þrefalt núna?

Ekki þurfti útlendinga til þess?

Sleggjan og Hvellurinn, 31.3.2011 kl. 12:57

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Útlendingarnir lánuðu Orkuveitunni. 

Þá sérðu hvernig það verður þegar þeir eignast hana.

Viggó Jörgensson, 31.3.2011 kl. 13:15

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Nei alls ekki.

Þessi tengin meikar bara ekkert sens hjá þér.

Sleggjan og Hvellurinn, 31.3.2011 kl. 15:50

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Breskur fjármálamaður tjáði sig um það 

að hér væri orka til almennings þrisvar sinnum of lág. 

Í Danmörku er rafmagnið þrisvar sinnum dýrara en hér.  

Erlendir fjárfestar sjá að sjálfsögðu gríðarlegan hagnað í því að komast yfir orkuauðlindir hérlendis. 

Viggó Jörgensson, 31.3.2011 kl. 21:11

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég keypti pulsu um daginn í köben. Hún kostaði 27kr danskar sem gera 600kr íslenskar.

Þrefalt dýrari en á íslandi.

Hafa erlendir fárfestar þá ekki gríðarlegan hagnað í að komast yfir Bæjarins Bestu eða stofna pulsuvagn niðrí miðbæ?

Sömu rök.   Sama þvælan.

Sleggjan og Hvellurinn, 1.4.2011 kl. 00:55

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þvæla já það er satt. 

En sama þvælan, ekki alveg viss um það. 

Ef vatnið rennur endalaust niður úr fjöllunum og þú virkjar það með einhverjum kostnaði.

Fjárfestingin kemur upp úr kafinu eftir 15 til 25 ár en dugar í 90 til 100 ár. 

Er það ekki bara djöfull flott.  

Engin afföll í sölunni, allt selst sem þú framleiðir.  

Svo þegar þú kemst í fákeppnisaðstöðu þá ræður þú verðinu þar að auki.

Kúnnarnir verða að versla við þig annars drepast þeir úr kulda eða sitja í myrkrinu. 

Há greiðslugeta kúnnanna þýðir að þeir geta vel greitt þrisvar sinnum hærra verð og þeir neyðast til þess.  

Þú ræður hvort sem er verðinu.  Þeir neyðast til að láta eitthvað annað á móti sér í staðinn.

Að eiga orkuauðlindir Íslands er bara frábær fjárfesting.  

Svo sölsarðu undir þig kaldavatnsréttindin úr því þú ert að hanga yfir þessu á annað borð

og gerir þér fínan pening úr því líka.  

Svo má ekki gleyma að einn góðan veðurdag kemur ný tækni og það´verður hægt að selja rafmagnið til Evrópu á miklu hærra verði en álverin borga. 

Þau verða þá bara afskrifuð og grafin og þú færð að virkja miklu meira.   

Ef þú sérð ekki stórfína fjárfestingu í þessu þá eru bara alveg úti á túni.

Viggó Jörgensson, 2.4.2011 kl. 00:32

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

AF hverju vildu þá lífeyrissjóðirnir ekki snerta Magma?

AF hverju er OR þá á hausnum?

En held að það er best að skipta þessu í tvennt... eitt fyrir veitur til almennings. það á að vera í opinberri eigu fyrir almenning. svo einkavæða atvinnureksturinnn, stórkaupendur og þá orkusölu. þar sem áhættan er mest. það er ekki réttlætanlegt að gera skattoborgara ábyrða fyrir áhættusækni orkufyrirtækis einsog raunin er með OR.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.4.2011 kl. 14:18

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Voru milliliðirnri ekki búnir að smyrja svo miklu á kaupverðið að lífeyrissjóðirnir vildu ekki kaupa Magma?

Settu erlendu lánin ekki OR í vandræði?

Lánum þar sem fjármagninu var ekki skynsamlega varið?

Í fyrsta tímanum í verðbréfasölu, lærði ég að skuldirnar eigi ekki að vera í annari mynt en tekjurnar.  

Það kann að vera að einkaaðilar eigi að vera í sprotastarfssemi á þessu sviði.

En auðlindin sjálf á að vera í almanna eigu, eins og olíulindir Norðmanna, hæfilega langt frá stjórnmálamönnum.     

Viggó Jörgensson, 5.4.2011 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband