29.3.2011 | 09:18
Já voru þeir kunningjar?
Við sem héldum að Gaddafi væri fæddur í kringum 1940 en hann gæti logið því eins og öðru.
Það hefði ekki komið á óvart þó að þeir Hitler hefðu verið vinir um æskudaga Gaddafi.
Allt að einu þá er Gaddafi greinilega vel kunnugur vinnubrögðum Hitlers.
Hann hefur hagað sér á svipaðan hátt.
Gaddafi líkir bandamönnum við Hitler | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ætli Gaddafi sé ekki ánægður með stuðning VG og bjóði Steingrími í opinbera heimsókn í tjaldið sitt. Bara að hann frétti nú ekki að VG er helmingur ríkisstjórnarinnar sem samþykkti að styðja hernaðaraðgerðir NATO. Ég er viss um að Talleyrand gamli klæjarefurinn utanríkisráðherra Napoleons hefði verið hrifinn af Steingrími sem fylgir kjörorði Talleyrands "alltaf best að vera vel liðinn í báðum herbúðum"
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 13:47
Já eða að minnsta kosti jafn illa liðinn.
Viggó Jörgensson, 29.3.2011 kl. 20:06
er það rétt nálgun á málið þegar frétt birtist um að Gaddafi segi loftárásir Bandaríkjanna og og Evrópuríkjanna minna á Hitler í seinna stríði, að henda fullyrðingunni beint til baka og heimfæra hana umhugsunarlaust upp á Gaddafi...????
erum við nægilega þenkjandi menn til að geta hugsað hlutina út frá sjónarhóli andstæðingsins (þá á ég ekki við Gaddafi, heldur íbúa Líbíu)???
en svo við snúum okkur að því sem málið í Líbíu snýst um. þá er evrópusambandið með hjálp Bandaríkjanna að sprengja Líbíu upp vegna olíunnar þarna. 45% af olíu evrópusambandsins og stór hluti af þeirri olíu sem flutt er inn til íslands kemur frá Libíu. þetta eru staðreindir sem hægt er að fletta upp á netinu.
almenningur á vesturlöndum, ekki bara á íslandinu góða er búinn að vera að kvarta og kveina yfir hækkandi olíuverði. þetta er ekki einskorað við ísland, þetta er um mesta evrópu. er evrópusambandið ekki bara að skipta um stjórn í Líbíu til að fá lægra olíuverð....fyrir okkur sem þurfum að eiga lámark einn bíl á fjölskyldu....getur verið svo að þetta sé gert fyrir okkur, eftir allt saman.....???
el-Toro, 30.3.2011 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.