29.3.2011 | 06:16
Hver man eftir annars smábörnum eða þekkir þau í sjón?
Hvernig dettur manninum í hug að einhver hjúkrunarkona muni eftir einu andliti af mörgum þúsundum.
Hver leggur slíkt á minnið?
Svo er vitað að almennt þykir fólki af einum kynþætti, flestir vera eins eða svipaðir af öðrum kynþætti og þekkir ekki í sundur.
Hafi Obama ekki verið veikur, með neinar sérþarfir eða óvær
er auðvitað borin von að ætla heilbrigðisstarfsfólki að muna eftir honum.
Þetta er frekar ódýrt skrum hjá Trump.
Trump efast um fæðingarstað Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hjúkrunarfræðingi sem hafði eftirlit með heilsufari og þroska ungrar stúlku sem ég þekki varð eitt sinn að orði að "þessi stelpa ætti eftir að verða forseti einn góðan veðurdag". Mig grunar að verði hjúkkan ennþá á lífi þegar það gerist muni ummælin rifjast upp fyrir henni, sem það hefði gerst í gær. Nýlega sögðu svo ættingjar mínir sögu af því er ungur maður að nafni Ólafur Ragnar Grímsson heimsótti sveitabæinn þeirra fyrir langt löngu síðan. Ef hann hefði ekki síðar átt stórbrotinn feril sem stjórnmálaforingi og þjóðhöfðingi hefðu þau ekki verið að rifja þessa heimsókn upp sérstaklega.
Hér eru nokkrir punktar úr upprunasögu Barack Hussein Obama II (byggt á opinberum upplýsingum skv. Wikipedia o.fl.):
Barack Obama eldri, var af Luo ættbálknum í vesturhéruðum Kenya, sem eru að hluta til múslimar og meðal þeirra er nokkur hefð fyrir fjölkvæni. Hann bjó með þungaðri konu sinni og barni árið 1959 þegar honum bauðst námsstyrkur, og virðist hann hafa yfirgefið fjölskylduna og farið til Hawaii af öllum stöðum til að læra hagfræði.
Stanley Ann Dunham, bandarísk kona af breskum ættum og femínisti, útskrifaðist úr menntaskóla í Seattle 1960 og fluttist til Hawaii með foreldrum sínum þar sem hún hóf nám í mannfræði. Í skólanum kynntist hún fyrsta nemanda skólans frá Afríku, Barack Obama, og strax á fyrstu önn varð hún þunguð.
Þau gengu í hjónaband í febrúar á fyrsta námsári Dunham og í ágúst sama ár fæddist þeim sonur. Ljósmóðirin sem tók á móti forsetanum tilvonandi á fæðingardeild Kapiʻolani sjúkrahússins í Honolulu hefur enn þann dag í dag ekki gefið sig fram og gögn sem sýna fram á tilvist hennar ekki litið dagsins ljós heldur.
Sagt er að Barack eldri hafi ekki játaði fyrir eiginkonu sinni fyrr en síðar að hann væri þegar giftur í heimalandinu og ætti þar börn.
Svo virðist þó sem í kringum fæðinguna hafi eitthvað borið út af og leiðir foreldranna skilið fljótlega upp úr því. Dunham, ásamt hinum nýfædda syni, sneri ekki aftur til Hawaii fyrr en tæpum tveimur árum síðar þegar Barack eldri var farinn til Harvard í framhaldsnám.
Árið 1963 kynntist Dunham Indónesíumanninum Lolo Soetoro. 1964 sótti hún um skilnað við Obama eldri. 1965 gekk hún að eiga Soetoro. 1966 sneri Soetoro aftur til Indónesíu og ári seinna að námi afloknu hélt Dunham á eftir með son sinn með sér, þá sex ára gamlan.
Þau bjuggu í Jakarta til ársins 1971 þegar Barack yngri flutti aftur til Honolu þar sem hann ólst svo upp hjá ömmu sinni og afa, foreldrum Dunham.
Pabbi hans fluttist að lokum aftur til Kenya þar sem hann gekk í fleiri hjónabönd og dritaði niður fleiri krökkum, að því er virðist, en lést í bílslysi árið 1982 í Nairobi.
Mamma hans var hinsvegar til skiptis í Indónesíu og Hawaii, hún skildi við Soeotoro 1980, og lést úr Krabbameini í Honolulu árið 1995.
--- (Var þetta fólk með njálg eða hvað? Þau gátu ekki verið kyrr undir neinum kringumstæðum lengur en í smátíma!)
Þó svo að þessi saga sé æði skrautleg þá þýðir það alls ekki að hún sé ósönn. En til að verða réttkjörinn forseti þurfa ströng skilyrði um ríkisborgararétt og uppruna viðkomandi að vera uppfyllt, annars væri t.d. Arnold líklega í Hvíta húsinu. Þetta er hinsvegar ekki hægt að sannreyna því fæðingarvottorði friðarverðlaunahafans er haldið leyndu á forsendum þjóðaröryggis. Þetta var sérstaklega ákveðið eftir að efasemda varð opinberlega vart um raunverulegan uppruna 44. forsetans.
Nú fæ ég kannski vænisýkisstimplinn á mig. En er það "ódýrt skrum" að ætlast til að lögmæti æðsta yfirmanns öflugasta herafla mannkynssögunar, sé hafið yfir vafa?
Guðmundur Ásgeirsson, 29.3.2011 kl. 14:04
Þakka þér Guðmundur sem fyrr.
Meginatriðin eru þessi. Móðirinn kemur frá Seattle sem er í BNA og fer til Hawaii sem er í BNA.
Verður sem sagt þunguð í BNA.
Er eitthvað sem bendi til þess að hún hafi ekki verið á Hawaii þegar hún varð léttari?
Eitthvað komið fram af gögnum frá skóla hennar sem benda til fjarveru hennar frá Hawaii á þessum tíma?
Hefur eitthvað komið fram um hversu góð gagnavarslan er á þessu sjúkrahúsi eða á Hawaii yfirleitt.
Er hjúkrunarkonan dáin? eða er ekkert vitað um það?
Eru einhverjar efasemdir uppi um að þessi hjúkrunarkona hafi yfirhöfuð verið til?
Ef ferill hennar er óljós. Gæti það ekki alveg eins verið út af því að hún var próflaus, réttindalaus eða gerði einhver mistök?
Þá hefði sjúkrahúsið getað freistast til að láta snjóa yfir gögn um hana.
Hitt er víst að heil rúta af bandarískum embættismönnum gæti farið í steininn ef þeir hafa tekið einhverja áhættu í þessu máli.
Þeir hinir sömu vita það manna best sjálfir
og mér finnst verulega ósennilegt að þeir hafi viljað hætta öllu sínu framtíðarfrelsi fyrir þennan frambjóðanda frekar en annan.
Viggó Jörgensson, 29.3.2011 kl. 15:37
Ekki skil ég hvernig fullorðið fólk sem hefur aðgang að netinu, nennir að eyða tíma sínum í að reyna sannfæra annað fólk um allskonar vitlausu sem auðvelt er að fá staðfest á netinu frá mörgum ólíkum aðilum að sé eintóm tjara. Lesið þetta:
http://www.snopes.com/politics/obama/birthcertificate.asp
Meira segja Ted Nugent sá hægri öfgamaður og aðdáandi Söru Palin segir að þetta sé búið mál og að Obama sé fæddur í US of A og menn eigi að snúa sér að öðrum málum
Kiddi Hólm (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 17:20
Þar fékkstu á baukinn Guðmundur.
þakka þér Kiddi Hólm.
Skrum þá eins og ég hélt en hafði ekki nennt að athuga.
Viggó Jörgensson, 29.3.2011 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.