28.3.2011 | 15:13
Og ætla sjálfir í strætó? - ESB skrímslið hendir nálægðarreglunni.
Evrópusambandið er með nálægðarreglu sem er ein puntreglan af mörgum.
Það heitir að menn eigi að stjórna því sem hægt er, heima hjá sér, án afskipta sambandsins.
Með vísan til þess er logið að okkur að við munum stjórna fiskveiðum hér sjálf.
Nú ætla þessi möppudýr í Brussel að skipa öllum að ganga um miðborgir sínar, frekar en nota ökutæki er brenna bensín og díselolíu.
Gaman væri að vita hvort þeir ætla að fara eftir því sjálfir eða hvort opinber ökutæki eigi forgang svona eins og gamla Sovétinu.
Værum við í ESB réði borgarstjórn Reykjavíkur ekki lengur hvernig umfærð væri háttað um Reykjavík.
Evrópusambandið mun færa sig upp á skaftið á öllum sviðum mannlífsins.
Næst gæti komið reglugerð um að slökkva skuli ljósin kl. 23.
Vilja bensínháka burt úr borgum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Facebook
Athugasemdir
Þegar ég var í Skógaskóla um 1950 var einmitt drepið á ljósavélinni klukkan 23 á kvöldin.
Olgeir Engilb. (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 15:24
Já það var rétt, það er orðið allt of mikið frjálsræði nú til dags.
Gott er ESB tekur á því líka.
Viggó Jörgensson, 28.3.2011 kl. 16:47
Eftir nokkur ár mun framkvæmdastjórnin komast að því, að hinn almenni ESB-borgari er ekki nógu hamingjusamur og mun þá gera átak til að ráða bót á þessu. Þá mun vera gefin út tilskipun um að öllum sé skylt að nota munnviksspangir á almannafæri (sjá mynd).
Ánægja skv. tilskipun
Libertad, 28.3.2011 kl. 17:03
Ég veit óvart ástæðuna fyrir þessu því ég fylgist með þýskum fréttum. Nú þurfa allar bensínstöðvar í Evrópu að hafa eina dælu með E10 bensíni sem er búið til úr ca. 90% diesel og 10% rófum og repju sem stór landflæmi eru undirlögð af fyrir þetta grasbensín. Jú jú, fínt fyrir andrúmsloftið, en þetta E10 brennur víst hraðar en allt annað bensín, og það fer ekkert vel með bílamótora, þannig að þjóðverjar gáfu þessu E10 bensíni löngutöng og harðneita að nota það!!!
Ubs....ESB í bobba....algjört flopp!?! Nú eru góð ráð dír í þýskalandi, vegna þess að E10 bensínið er með best fyrir:01.01.12 og ef það hefur ekki selst fyrir vissann tíma þurfa þúsundir bensínstöðva að henda repjusprittinu sem er búið að henda endalausum fjármunum í.
ESB gengur útá að steipa allt í eitt form.
"Fólkið neitar að nota E10,,,,,grrrrr,,,,,þá bara bönnum við þeim að koma á bensín og díselbílum í borgir og bæi"
anna (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 22:22
Er að verða einhver munur á forræðishyggjunni þarna eða í gamla Sovét?
Hver einasti bifvélavirkjanemi veit að brunahraði í þessum bullustrokksvélum er á ákveðnu bili
og svo þola þær ekki meir.
Maður hefði kannski haldið að sérfræðingaveldið í Brussel vissi það.
En skýringin er fróðleg og fyndin þangað til vitleysan fer að bitna á okkur.
Viggó Jörgensson, 28.3.2011 kl. 23:13
Var annars ekki einhver bóndi hér á landi að rækta svona repju, vann úr henni spritt og notaði á traktorinn sinn? Síðan talaði han um að setja þetta á markað. Kannski þetta sé ágætt fyrir vinnuvélar?
Libertad, 29.3.2011 kl. 00:29
Það var þetta með rófurnar
Kannski er einhver munur þar á.
Það munar hvort þetta er gömul díselvél með olíuverk en lágri þjöppu.
Eða þessum nýju með rafstýrðri innsprautun þar sem tölvukubbur stýrir öllu og þjappan er mun hærri.
Kominn hvarfakútur og svona eins og tíu skynjarar sem geta farið í fýlu
ef þeir finna fýlu af rófum.
Viggó Jörgensson, 29.3.2011 kl. 06:46
Já, þessar tölvur. Eftir að þær voru settar í bílana, þá hefur bætzt við enn einn hlutur sem getur bilað. Og þær gera það. Tölvurnar. Bila.
Libertad, 29.3.2011 kl. 14:59
Þessi áætlun lítur út eins og sovésk fimmáraáætlun í öðru veldi sinnum 2 . enda kannski ekkert skrítið ef kíkt er á bakgrunn þessa Siim Kallas sem mun vera varaforseti Jússrabiska flutningaráðsins í Brússell og er væntanlega einn af aðalhöfundum þessa plaggs. Hann er upprunalega ræktaður bjúrókrat úr karöflugarðinum sem oftast kallaðist nomenklaturna í gamla sovétinu.
Hér er krækja i opinberu ferilskrána hans á vefsetri ESB.
http://ec.europa.eu/commission_2010-2014/kallas/about/profile/index_en.htm
Bjössi (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 18:15
Já, þetta er sorgleg ferilskrá. Sparkað til Bruxelles eftir að hafa náð að vera forsætisráðherra í eitt ár. Eitthvað hefur þeim í Tallinn verið illa við hann. Að hann stærir sig af fortíð sinni í kommúnistaflokknum sýnir að hann mun láta sovézku forræðishyggjuna hafa áhrif á öll sín störf. Íslenzkir ESB-sinnar hæðast að þeim sem líkja ESB við Sovétríkin. Kannski munu háðsglósurnar þagna nú.
Það er líka til annað (neikvætt) sovézkt orð yfir flokksbundinn bürokrat: Apparatchik.
Libertad, 29.3.2011 kl. 21:17
Kærar þakkir fyrir þessi innskot og fróðleik.
Viggó Jörgensson, 30.3.2011 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.