27.3.2011 | 05:11
Vinstri grænir voru búnir að banna allt vopnaskak.
Í ályktun Vinstri Grænna frá í gær, var búið að banna uppreisnarmönnum frekara vopnaskak þar sem það leysi engan vanda.
Nú verður Sverrir Jakobsson bara að skreppa þarna niður eftir og segja þeim að hætta áður en þeir drepa einhvern.
Að öðrum kosti komi Steingrímur sjálfur niðureftir og þess muni þeir iðrast.
Til upprifjunar og eftirbreytni má svo sjá ályktunina hér að neðan:
Umboð Sameinuðu þjóðanna til íhlutunar lýtur aðeins að flugbanni og aðgerðum til að verja óbreytta borgara. Það er staðföst skoðun stjórnar VG að stríðsrekstur leysi engan vanda, heldur auki aðeins neyð og vanlíðan þeirra þjóða sem í hlut eiga. Íslendingar eiga aldrei að taka þátt í eða styðja aðgerðir af þessum toga, heldur stuðla að friðarumleitunum með öðrum hætti. Stjórn VG lýsir stuðningi við baráttu almennra borgara í Arabalöndum fyrir lýðræði og mannréttindum og gegn kúgun og ánauð,Uppreisnarmenn vinna sigra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.