25.3.2011 | 23:27
Og alla erlenda fanga heim til sín eins og skot.
Ef samstarfið er svona dásamlegt innan Evrópusambandsins með Schengen og því öllu.
Þá ætti að vera vandræðalaust fyrir Össur að semja eins og skot við vini og viðhlægjendur.
Erlendir fangar verði umsvifalaust reknir úr landi til sinna heimalanda.
Þau ríki sjái svo um restina af afplánuninni.
Eða hvernig sem þau útfærðu það. Össur gætu þau fengið í kaupbæti.
Sama væri okkur.
Bara burt, burt, burt með þessa menn.
Það er hárrétt hjá Ögmundi að stefna ber að því að sem fæstir séu í fangelsi.
Það bætir engan og samfélagið ekki heldur.
En viðurlög verða að vera.
Sem flest utan fangelsa.
Allflestum væri það t. d. refsing að þurfa að vinna úti á landi.
Fjarri svollinum í Reykjavík og nágrenni.
Vantar ekki vaska menn á öllum útkjálkum?
Sting upp á Raufarhöfn með Steingrím sem fangavörð.
Hann verður á launum hjá okkur hvort sem er.
Þá gæti loksins Steingrímur farið að sinna einhverjum þjóðþrifaverkum, einhverju sem hann getur.
Það þarf ábyggilega að gera einhverjar jarðfræðirannsóknir áður en Össur fer að sjúga upp olíuna.
Þá fá túristarnir að sjá eitthvað fyrir peninginn.
Nýjar leiðir í fangelsismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.3.2011 kl. 00:00 | Facebook
Athugasemdir
Vaskir menn = fangar.
Hvernig færð þú þetta út?
Anna Guðný , 26.3.2011 kl. 00:03
Anna Guðný.
Ég held að vandamál flestra fanga hafi í upphafi verið félagsleg
og í framhaldi af því svo áfengi og fíkniefni.
Án vímunar hef ég fulla ástæðu til að halda að þetta gætu verið dugandi menn til vinnu = vaskir.
Viggó Jörgensson, 26.3.2011 kl. 12:08
Viggó, ég held að þetta sé rétt mat hjá þér. Það eru vímuefnin sem eyðileggja marga menn, ekki verkletin. Þeim má hjálpa.
Er sammála með erlendu fangana líka - senda þá til síns heima um leið og dómar hafa fallið. Þeirra heimalönd geta svo ákveðið hvort þau vilja sleppa þeim eða láta þá afplána þar. Íslenska samfélagið virðist ekki hafa efni á að byggja utan um þá viðeigandi afplánunarhúsnæði, hvort sem er.
Annars hljómar hálfhjákátlega að stefna eigi að því að senda dæmda síbrotamenn (og atvinnuþjófa) sem fyrst út í samfélagið aftur.
Ég hef ekki orðið vör við sérstaka eftirspurn hjá almenningi hvað það snertir.
Kolbrún Hilmars, 26.3.2011 kl. 13:32
Sæl Kolbrún.
Það er hárrétt að það verður ekki til bóta að hinir stelsjúku smáþjófar séu jafnan við þá iðju, gangi þeir lausir.
Þar þarf að finna eitthvað hjálpræði til betri vegar.
En þeir sem ættu í raun og veru að sitja í tugthúsum okkar, sitja ýmist á Alþingi
eða liggja í makindum og lesa bankayfirlitin sín frá Tortóla eða hvaðan.
Í þeim samanburði eru Lalli og félagar, heilagir menn.
Viggó Jörgensson, 26.3.2011 kl. 14:34
Viggó, þegar ég nefndi atvinnuþjófa og síbrotamenn, þá átti ég við skipulögð glæpasamtök - ekki smáþjófa eins og Lalla :)
Hvað hina varðar; hvítflibbana, þá skulum við rétt vona að "sérstakur" fái óáreittur að sinna þeim.
Kolbrún Hilmars, 26.3.2011 kl. 15:03
Næ þér núna
Viggó Jörgensson, 26.3.2011 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.