25.3.2011 | 13:48
Smugan er nú ritskoðuð.
VG rekur vefmiðilinn smugan.is
Á hinu nýja Íslandi þar sem allt átti að vera opið og uppi á borðum.
Þar hafa þessir lýðræðissinnar lokað athugasemdakerfinu.
Kommúnistar hafa ekkert breyst.
Það er auðvitað bannað að gagnrýna hinn elskaða og dáða leiðtoga og hans Dúmu.
Höfum ekki lýst yfir stuðningi við loftárásir á Líbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Facebook
Athugasemdir
Kommúnismi er sjúkdómur. Það er algengur misskilningur að sjúkdómurinn sé pólitík...sjúkdómurinn er svo lúmskur að fullt af fólki trúir því að kommúnismi sé EKKI sjúkdómur og kýs þessa sjúklinga í allskonar embætti með viðeigandi afleiðingum. Þessi sjúkdómur þekkist best á því að fólk sem er illa haldið hefur ekkert sem minnir á heilbrigða skynsemi. Svo er allt mögulegt annað að líka ekki eins alvarlegt....engin meðul eru til við þessum sjúkdómi og hann getur smitað frá sér fólk sem vistast of lengi innan um kommúnista.
Þessi leiðinlegi sjúkdómur var faraldur um allan heim enn er núna á undanhaldi víðast hvar...
Óskar Arnórsson, 25.3.2011 kl. 14:54
Er það eitthvert náttúrulögmál að fréttamiðlar séu með athugasemdakerfi?
Hins vegar eru eftirfarandi vefir ekki með neitt kerfi slíkt:
Satt best að segja myndi ég ekki sakna mikið athugasemdakerfis DV og Eyjunnar, þar er mest áberandi upphrópanir, dónaskapur og skítkast.
Einar Steinsson, 25.3.2011 kl. 14:56
Sæll Einar.
Smugan var með athugasemdakerfi og heyktust á því.
Að þora ekki lengur að eiga orðastað við almenning
verður ekki afsakað með því að benda á aðra.
Þessa miðla sem þú bendir á að hafi ekki athugasemdakerfi les ég aldrei.
Fréttin missir einhvern veginn orðið marks ef lesendur gera ekki sínar athugasemdir við hana.
Þetta er hluti af lýðræðislegri og sjálfsagðri þróun sem verður ekki stöðvuð.
Hinu er ég sammála þér að sumt má missa sig úr þeirri umræðu en það hleypur maður þá yfir.
Eyju athugasemdirnar eru mun kurteisari eftir að menn þurftu að gefa ritstjórninni upp nöfn sín.
Það kerfi ættu vefir í almennings eins og rúv að taka til upp.
Viggó Jörgensson, 25.3.2011 kl. 18:02
Eins og áður sagði fyndist mér ekki mikill skaði í kerfum DV og Eyjunnar og skil að sumu leiti Smuguna að draga sig út úr svoleiðis fjóshaug, en ég er hrifnari af kerfinu sem Mogginn notar að leyfa bloggurum að tengja sig við fréttirnar, mér finnst oftar koma eitthvað vitrænt út úr þeim umræðum sem oft fá líka eigið líf óháð fréttinni, heldur en hrópunum og köllunum hjá mannvitsbrekkunum í hinum kerfunum.
Hins vegar er það svolítið takmarkandi að kerfið er bundið við blog.is, myndi auka fjölbreytnina ef fleiri bloggkerfi gætu tengst, ætti ekki að vera mikið mál sérstaklega í ljósi þess að mogginn hefur augljóslega verið að slíta tengslin milli mbl.is og blog.is. Raunar finnst mér eins og Mogginn hafi smá saman verið að gera blogg tengingarnar minna og minna áberandi í breitingu á vefnum síðustu misserin svolítið eins og þeim þyki þær til vandræða.
En það er alveg rétt hjá þér að það getur aukið gildi frétta og fréttatengds efnis ef þeir sem lesa geta tjáð skoðanir sínar á einhvern hátt. Eg það er líka rétt að umræðan verður oft málefnalegri ef menn þurfa að koma fram undir nafni þó að mér finnist það líka mikilvægt að menn geti tjáð skoðanir sínar án þess að tengja þær endilega við persónu.
Einar Steinsson, 25.3.2011 kl. 19:07
Einar
Ég sé ekki annað en að ég sé sammála öllu sem þú segir.
Bestu kveðjur
Viggó Jörgensson, 25.3.2011 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.