TEPCO ber enga virðingu fyrir mannslífum.

Í tærri sýndarmennsku reyndi forstjóri TEPCO að sýnast grenja af sorg yfir þeirri geislun sem starfsmenn hans hefðu orðið fyrir.  

Hér neðar er lýsing af nýjustu atburðum frá Japanska útvarpinu á starfsmannastefnunni sem greinilega er glæpsamleg vanræksla og ekkert annað. 

Í sama skötulíki var almenningur varaður við hættunni. 

 

"...The Nuclear and Industrial Safety Agency told reporters on Friday there were problems with measures taken by the power company to prevent the accident.

It said the firm did not properly measure radiation levels at the building where the accident occurred before the recovery operation began and failed to equip workers with adequate protective gear.

It also said the workers did not immediately pull out of the building despite alarms set off by their gauges measuring radiation exposure.

The safety agency said it ordered the power company to take appropriate steps to measure radiation in the power plant.

It also told the operator to take steps to prevent another accident, including more effective protective gear for the work crews..."


mbl.is Fólk beðið um að yfirgefa heimili sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Che

Þú gleymir, Viggó, að japönsk yfirvöld bera meginábyrgð á því sem gerðist. Alveg eins og íslenzk yfirvöld eru ábyrg fyrir öllu sem aflaga fer á Íslandi. Hvernig stóð á því að Tepco fékk byggingarleyfi fyrir kjarnorkuver við Fukushima svona nálægt austurströndinni (40 km)? Það er vitað mál að allir jarðskjálftar í Japan verða næst austur- og suðurströndinni, svo ekki sé minnzt á tsunamis: Tohoku/Sendai 2011 (9 stig Richter), Miyagi 2005 og 2003 (um 7 stig), Kobe 1995 (7.2 stig), Sanriku-ströndin 1933 (8.9 stig), Yokohama 1923 (8.3). Í síðastnefnda jarðskjálftanum fórust 143 þúsund manns.

Það sem yfirvöld hefðu átt að gera er að láta Tepco reisa kjarnorkuverið á eyjunni Sado (eða tilbúinni eyju) undan vesturströndinni, þar sem áhrifa jarðskjálfta gætir ekki. Sama með önnur kjarnorkuver, eins langt frá austurströndinni og mögulegt er.

Þess ber að geta, að hitt kjarnorkuverið (Onagawa) er líka á austurströndinni og skemmdist, þó ekki eins mikið og Fujushima. Japönsk yfirvöld segja, að engin hætta á geislun sé lengur til staðar, en er hægt að treysta því í ljósi þess sem hefur verið sagt um Fukushima? Onagawa er í eigu Tohoku raforkufyrirtækisins. Það var byggt á mettíma, hefur þrjá kjarnaofna (Fukushima hefur 6, sjá mynd) og tekið í notkun 1984. Árið 2006 voru mörg vandamál með öryggisbúnað í þessu veri. Það gæti skemmzt alvarlega í næsta stóra jarðskjálfta.

En það er merkilegt við Japan, að ríkisstjórnirnar spyrja aldrei þjóðina álits, en flykkjast svo til að biðjast afsökunar með tárvot augu eftir á þegar áföllin hafa gerzt. Jæja, það er þó skárra en hér á landi, þar sem enginn biðst afsökunar á neinu.

Fukushima

Che, 25.3.2011 kl. 16:23

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Che.

Við bleiknefir hér á Fróni mættum vera fróðari um Japan.  

Við héldum að eftir ósköpin í Kobe hefðu Japanir gert allt sem þurfti til að verjast næsta skjálfta.

En eins og þeir viðurkenndu í TEPCO þá var verið ekki hannað fyrir meira en 8 á Richter.

Það vekur samt furðu ef þeir hafa fengið á sig 8,9 stiga skjálfta árið 1933 að þeir skyldu ekki taka mið af því.  

Það var búið að segja okkur að getgátur væru um slíkan skjálfta á 9. öld. 

Hins vegar blasir við að þeir reyndu í þegja yfir ástandinu á öllum stigum og gera greinilega enn. 

Ég er ekki vissum að það væri til bóta að íslenskir stjórnendur og stjórnmálamenn færu að gera sér upp grátur. 

Hitt mættu þeir læra af Japönum að segja af sér eins og flugfélagsforstjórar þar gera oft eftir flugslys þó að þeir hafi engin bein áhrif haft á orsakir slyssins. 

Viggó Jörgensson, 25.3.2011 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband