25.3.2011 | 00:59
Og nú er sagan öll - skrifast á við Egil Helgason.
Flestir erum við Íslendingar einhvers konar jafnaðarmenn inn við beinið.
Er það því ekki furðulegt að síst vildum við flest, trúa Alþýðuflokknum og seinna Samfylkingunni fyrir atkvæði okkar?
Og hver er í alvörunni stefna Samfylkingarinnar önnur en að láta útlendinga hugsa fyrir okkur?
Íslensk alþýða skildi aldrei dr. Gylfa heitinn og þessi erlendu fræði hans.
Sú kynslóð hafði líka frá blautu barnsbeini, og fram á miðjan aldur, verið að brjótast undan erlendri kúgun og arðráni.
Og loksins þegar Alþýðuflokkurinn komst svo til valda árið 1991, hver var það sem eyðilagði það?
Jú nákvæmlega það var Jóhanna Sigurðardóttir.
Hagfræðingarnir Jón Baldvin og Jón Sigurðsson náðu aldrei að sýna hvað í þeim bjó.
Næstu þrjú ár fóru í að berjast við Jóhönnu sem eyðilagði svo Alþýðuflokkinn með sérframboði og hleypti Framsóknarflokknum í ríkisstjórnina.
Vígamóður eftir að hafa eytt allri sinni orku í að tjónka við Jóhönnu yfirgaf mesti hæfileikamaður jafnaðarmanna, Jón Sigurðsson svo stjórnmálin.
Þar misstu kratar einn besta hagfræðing Evrópu en héldu Jóhönnu með sitt verslunarpróf.
Jón Baldvin gafst svo einnig upp á Jóhönnu og hætti í stjórnmálum.
Þar fór mesti heimsmaður og hæfileikamaður vinstri manna, fyrr og síðar, og hæfileikar hans fyrir lítið og allt var Jóhönnu að kenna.
Það sýnir fullkomið getuleysi þeirra Össurar og Jóhönnu í stjórnmálum að láta hvarfla að sér að bæði væri hægt að reisa þjóðfélagið úr rústum og nauðga okkur inn í ESB, á sama tíma.
Og að ætla okkur að greiða aðgöngumiða upp á 400 miljarða meira en nú er á borðinu.
Og þó að viljinn sé kannski góður sér hvert mannsbarn yfir fermingu að Jóhanna Sigurðardóttir á ekki að vera forsætisráðherra.
Svo tók Jón Sigurðsson að sér að semja efnahagsstefnu Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar árið 2007.
Það plagg var með bláum blikkandi ljósum vegna stöðunnar í efnahagsmálum.
Og hvað gerðu þau Ingibjörg Sólrún, Össur og Jóhanna svo með það?
Ekkert. Nákvæmlega ekkert. Nema stinga hausnum í sandinn.
Þessu fólki er bara alls ekki treystandi fyrir fjöreggi þjóðarinnar.
Samfylkingin verður að gera betur. Bjóða upp á eitthvað annað en pólitískar fuglahræður.
Jú Egill, þau gerðu eitt.
Þau létu Geir Haarde hugsa fyrir sig.
Alveg eins og þau ætla að láta Berlusconi og félaga í ESB hugsa fyrir sig.
Sumum er gjörsamlega fyrirmunað að læra eitthvað af reynslunni.
Veit varla hvaðan á mig stendur veðrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.