24.3.2011 | 14:32
Enda Gaddafi gamal vinur Sovíetríkjanna og kommana.
Sovíetríkin gömlu héldu uppi stuðningi við glæpaharðstjórann og mannætuna Idi Amin í Uganda.
Besti vinur Amins var svo auðvitað Gaddafi í Líbíu.
Aðrir vinir Gaddafi í gegnum tíðina hafa svo verið helstu þjóðarmorðingjar samtímans svo sem
Jean-Bedel Bokassa, Haile Mariam Mengistu, Charles Taylor, Omar al-Beshir, Slobodan Miloević's
en auk þess núna síðast sá frómi Silvio Berlusconi á Ítalíu.
Auk þess hefur Gaddafi verið í vinfengi og stutt alla helstu hryðjuverkamenn heims um sína daga.
Sprengjumenn, flugræningja auk þess að gera út morðingja um allan heim.
Pan Am þotan sem hann lét sprengja yfir Lockerbie í Skotlandi innihélt 270 manns.
Það er von að Sverri Jakobssyni sárni hvernig við ætlum nú að fara með þennan fyrrum bróður úr baráttunni gegn heimsvaldasinnum.
![]() |
Segir sig úr VG vegna Líbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.