Rjúkandi rústir pólitískrar afturgöngu og fuglahræðu.

Stjórnmálaferill Jóhönnu Sigurðardóttur er orðinn að rjúkandi rústum.

Það er skelfilegt að sjá hvernig komið er hjá manneskju sem lagði upphaflega af stað með góðan vilja til að láta gott af sér leiða.

Og alveg sérstaklega gagnvart þeim sem áttu undir högg að sækja.

Hún hefur lifað sjálfa sig í pólitíkinni og er nú eins og afturganga sem ofsækir okkur öll.

Hroðalegt bara, aumingja konan, aumingja við.

Henni hefur þó ekki verið alls varnað á stól forsætisráðherra.

Hún hefur náð að hjálpa Jóni Ásgeir, Björgúlfi Thor og ýmsum bankamönnum.

Fyrir það ber þjóðinni auðvitað að þakka.

Samfylkingin hefur á að skipa fullt af hæfileikamönnum til að sitja á stól forsætisráðherra á þessum erfiðu tímum. 

Nægir þar að nefna hagfræðingana og heimsmennina Jón Sigurðsson og Jón Baldvin Hannibalsson.  

Að bjóða okkur upp á þessar pólitísku fuglahræður eins og Jóhönnu og Össur 

skýrir auðvitað af hverju jafnaðarmenn á Íslandi eru ekki fleiri. 


mbl.is Grafalvarleg staða ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sæll Viggó - ég get svosem alveg fallist á þessa færsu þína að mestu og vissulega finnst mörgum að Jóhanna og ríkisstjórnin sé ekki að standa sig sem skildi - hinsvegar verð ég að viðurkenna að orðaval þitt í fyrirsögn og víðar í færslunni, finnst mér ekki vera til þess fallið að það sé þess virði að lesa þetta - þannig að mér þætti betra að færslur þínar bæru vitni þess ágæta penna sem ég held að þú sért.........

Eyþór Örn Óskarsson, 23.3.2011 kl. 15:53

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Eyþór Örn. 

Þakka þér þessa athugasemd.  

Ég bið þig og aðra afsökunar á því orðfæri sem þú talar um.

Ég er svolítið stríðinn og finnst mest gaman ef einhver stekkur upp á nef sér í athugasemdunum. 

Þeir sem gefa sig að stjórnmálum þurfa að þola veðrasamari umræðu en aðrir.  Það hefur Hæstiréttur staðfest.

Þegar ég er með einhverja kersni um stjórnmálamenn snýr það ekki að þeirra einkapersónu. 

Ég hef t. d. dæmis brugðist ókvæða við umræðu um kynhneigð eða meint framhjáhald. 

Slíkt kemur okkur alls ekki við hvort sem það ætti við rök að styðjast eða ekki.   

Þetta er alveg ágætt fólk persónulega.  

Hef hitt Jóhönnu og Össur fyrir margt löngu.  Jóhanna reyndist hins þægilegasta og Össur að auki bráðskemmtilegur. 

En þessi tvö, rétt eins og Steingrímur Jóhann hafa sjálf valið að vera pólitískir burtreiðarriddarar.   

Það sem þau hafa látið út úr sér í gegnum tíðina er ekkert smáræðis, t. d um frammistöðu þáverandi valdhafa.  

Ekki er það minna sem þau hafa sagst ætla að gera ef þau kæmust til valda.  

Og málflutningur þeirra hefur ekki verið hófstilltur eða fullyrðingar varkárar. 

Fólk sem farið hefur fram með hætti þeirra Jóhönnu, Össurar og Steingríms

hefur skemmt málstað sinn stórkostlega.  

En það er miklu verra að þau virðast setja sína persónulegu stjórnmálalegu hagsmuni ofar málstaðnum.  

Annars væru þau löngu hætt.  

Einhver þarf að koma þeim í skilning um að þannig gerðu þau þjóð sinni og flokkum mest gagn.  

Með bestu kveðju.   

Viggó Jörgensson, 23.3.2011 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband