23.3.2011 | 04:50
Jóhanna ætti að fara í öldrunarmat.
Það er bara ekkert sem konan hefur ekki klúðrað.
Eins og biðlistinn er langur á öllum stofnunum er ekki ráð nema í tíma sé tekið.
Einn daginn bráði þó af henni. Í stað þess að kalla á sjúkrabíl var hringt í sjónvarpið.
Þegar búið var að kveikja á ljósum og sjónvarpsvélum var frúnni sagt að hún væri forsætisráðherra.
Blessunin umlaði þá eitthvað um að ekki væri það gott hjá einhverjum mönnum í bönkunum.
Eins og það hafi ekki verið nákvæmlega hún sjálf sem lét þessa menn hafa bankanna.
Ekki svo að skilja að hún muni neitt eftir því frekar en öðru.
En ekki þarf að hafa áhyggju af Samfylkingunni.
Ungi maðurinn sem á að taka við er að vísu með svefnsýki.
Smitaðist af Mugabe nokkrum í Nýju Jórvík á dögunum.
En það verður auðvitað ekki á allt kosið.
Það skilur maður nú.
Jafnréttislög brotin við ráðningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:15 | Facebook
Athugasemdir
Því miður er stjórn Jóhönnu búin að sauma svo að rekstri öldrunarheimila að hún fær ekki inni þar. Vissulega ætti hún heima á slíkri stofnun en því miður, það er bara ekki lengur laust pláss.
Gunnar Heiðarsson, 23.3.2011 kl. 06:28
Já Gunnar
þess vegna þarf hún blessunin að komast á biðlistann sem fyrst...
Viggó Jörgensson, 23.3.2011 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.