23.3.2011 | 02:03
Kæmi ekki á óvart - þó að hann sæti áfram.
Allt of stór hluti af ráðamönnum heimsins eru glæpamenn, valdaræningjar sem kúgað hafa þjóð sína og stolið af henni öllu steini léttara.
Með sér hafa þeir bófaflokka sem þeir nefna stjórnarflokk, ríkisstjórn, þing eða eitthvað annað.
Þau ríki sem stjórnað er með skárri hættinum hafa stundum tekið sig saman til að steypa vitfirringum og þjóðníðingum af stallinum.
Dæmi um það eru Hitler, Saddam Hussein og talibanastjórn Afganistan.
Aðrir hafa komist upp með hvað sem er svo sem Stalín, Idi Amin, Gaddafi, Mugabe og margir fleiri.
Sumum þessara manna halda vesturlandabúar við völd af því að það hentar olíuhagsmunum okkar.
Svo sem Saudi ættinni í samnefndri arabíu.
Önnur glæparíki eru einfaldlega of stór til að hægt sé að hrófla við þeim.
Sum glæparíkin eru einnig undir sérstökum verndarvæng annarra stærri.
Sérstakt einkenni á þessum glæparíkjum er að þau gefa ekkert fyrir mannréttindi fólksins í viðkomandi landi.
Nú hefur fólkið í Norður Afríku vaknað upp og tekist að hrekja stórþjófa og glæpamenn af valdastólum þar.
Sá allra bilaðasti, gamli hryðjuverkamaðurinn Gaddafi hefur lengst af setið yfir kosti Líbýsku þjóðarinnar eins og landið væri hans einkaeign.
Stutt er síðan að Bretar gerðu við hann einhvern djöflasamning og skiluðu honum glæpamanninum sem sprengdi Pan Am þotuna í Lockerbie í Skotlandi.
Þar lét Gaddafi drepa 270 saklausa flugfarþega, og áhöfn, að gamni sínu.
Bandaríkjamenn eru árum saman búnir að láta Pakistana hafa sig að algerum fíflum í Afganistan.
Grenja svo yfir herkostnaðinum í Írak eins og þeir geti ekki skuldajafnað uppbygginguna þar við Íraka í olíu.
Svo seljum við vesturlandabúar öllu illþýði heimsins vopn í öllum litum.
Nema kannski Svíar. Þeir afgreiða líklegast sín drápstæki með hvítri dúfu og taka fram að ekki megi drepa neinn, nema í góðu.
Allir eru þeir svo að hugsa um að koma sér upp kjarnorkuverum (vopnum) og sumir búnir að því með aðstoð stórveldanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Engum ætti að koma á óvart þó að niðurstaða þjóða heims yrði svo á endanum að leyfa Gaddafi að sitja áfram. Rétt eins og Reagan forseti gerði árið 1986.
Auðvitað svo fremi sem Gaddafi lofar að vera góður eins og alltaf.
Ég er hér enn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.