22.3.2011 | 14:54
Fræðilegt frekar en raunverulegt. Brotabrot af einni röntgenmyndatöku.
Þegar talað er um geislun sem er skaðleg mannslíkamanum er yfirleitt átt við svokallaða jónandi geislun.
Úran er t. d. eitt af frumefnunum í jörðinni og mannkynið hefur alla sína tíð verið samferða slíkri geislun.
Náttúruleg bakgrunnsgeislun kalla eðlisfræðingarnir þetta fyrirbæri sem stafar af geislavirkni bergs.
Á Íslandi er hún miklu lægri en t. d. í Skandinavíu eða Ölpunum.
Í Guarapari í Braselíu er hún 10 milliSíverts á ári en aðeins 1,1 hér á landi. (mSv)
Þessi geislun sem nú mælist hér frá Japan er bara brotabrot af því sem við þolum vel.
Gríðarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á fólki eftir sprengjurnar Hirósíma og Nagasaki.
Ennfremur eftir slysið í Chernobyl og víðar.
Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar geta t. d. farið inn á vef Geislavarna ríkisins sem er
Svo er hér hlekkur á fróðlega mynd hjá japanska ráðuneytinu sem fer með málefni vísinda, menntunar og menningar (myndin er neðst í pdf skjalinu - Japanir gefa sínar tölur upp í míkróSiverts þ. e. µSv og þá þarf að skera þrjú núll af þeirra tölum til að fá mSv sem er einingin sem Geislavarnir nota yfir árlega geislun):
http://www.mext.go.jp/component/english/__icsFiles/afieldfile/2011/03/20/1303972_2019.pdf
Geislavirk efni á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.