22.3.2011 | 00:54
Rúmlega 14 metra yfir sjávarmáli ekki bílaplaninu. Reiknuðu með 5,7 metrum við Daiichi verið.
Forsvarsmenn TEPCO reiknuðu heldur aldrei með sterkari jarðskálfta en 8 og þar með áttu þeir ekki von á nema 5,7 metra hárri öldu yfir sjávarmáli við Daiichi kjarnorkuverið.
Kjarnakljúfarnir þar eru í húsum sem byggð eru frá 10 til 13 metrum yfir sjávarmál.
Aldan hefur því farið frá rúmlega 1 til 4 metrum upp á húsin.
Hér má sjá umfjöllun um þetta á vef japanska útvarpsins:
http://www3.nhk.or.jp/daily/english/22_05.html14 metra há flóðbylgja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Facebook
Athugasemdir
að 40 ára gamalt ver (sem ekki var hægt að taka úr notkun vegna orkuskorts vegna þeirra ástæðna að umhverfisverndarsamtök neituðu og börðust gegn nýjum og öruggari kjarnorkuverum til að taka við af þeim gömlu) hafi staðist jarðskjálfta í nokkrar sekúndur upp á 9 og 14 metra flóðbylgju strax í kjölfarið og ekki hreinlega sprungið í kjölfarið sýnir bara eitt. þessi kjarnorkuver, jafnvel þau gömlu, eru alveg ótrúlega örugg.
Fannar frá Rifi, 22.3.2011 kl. 01:01
Japanir eru alveg með verkfræðina á hreinu.
Áttu bara ekki von á þessum yfirgengilegu ósköpum, hvorki gagnvart kjarnorkuverum eða öðru.
Snilld hvernig háhýsin stóðu þetta af sér með öllum sínum stálvírum og pendúlum.
Ef notuð eru efni með frekar stuttan helmingunartíma þá eru kjarnorkuver bara góð aðferð til rafmagnsframleiðslu.
Bara að hafa þau nógu langt frá byggð.
Viggó Jörgensson, 22.3.2011 kl. 01:11
Góð grein sem skýrir frá atburðarásinni og hvernig öryggið var uppbyggt í kjarnorkuverinu.
http://www.theregister.co.uk/2011/03/14/fukushiima_analysis/
Karl (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 01:25
Sammála, það er í raun, vekfræðilegt afrek að verið stóð þessi ósköp af sér, og að nánast allur öryggisbúnaðuri virkaði eins og til var ætlast í fyrstu lotu a.m.k. Ekki annað en hægt að taka ofan fyrir japönsku verkfræðingunum sem áttu hlut að máli. það er svo aftur spurning hvort Japan er ekki einhver versti staður á jarðríki til að setja niður kjarnorkuver , sennilega erfitt að finna verulega stöðugan blett í landinu jarðfræðilega séð. sem er ekki þegar þéttbyggður. En auðvitað ef t.d. útfærslur sem búið er að dusta rykið af og japanir ásamt indverjum og kínverjum eru farnir að huga að og byggir á þóríum sem eldsneyti í stað úrans, ef tæknin kringum um það stendur undir því sem hún virðist geta við fyrstu sýn þá verður dæmið allt miklu álitlegra.
Bjössi (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 02:27
Bjössi, þóríum er málið held ég, fyrir stórar iðnaðarþjóðir sem hafa ekki völ á öðrum orkugjöfum. Við erum heppin að hafa vatnið og hitann.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.3.2011 kl. 02:55
Þakka ykkur innlitið strákar.
Það er áreiðanlega hollara að anda að sér nokkrum míkróSieverts af geislun en að vera í þessari kolamengun alla ævi eins og nú er víða í Asíu.
En auðvitað á að halda allri geislun við lágmarkið.
Íslendingar verða á ævi sinni aðeins fyrir hluta af þeirri náttúrulegu geislun sem t. d. Skandinavíubúar verða fyrir.
Íbúar í Ölpunum verða fyrir mun meiri geislun og hvað þá íbúar sumra svæða í Braselíu og víðar.
Fjölmiðlamenn ættu að kynna sér þessi mál betur í stað þess að hræða fólk að ófyrirsynju.
Viggó Jörgensson, 22.3.2011 kl. 14:39
Af því þú minnist á kolaryk, þá er ég ekki frá því að ég hafi einhvers staðar séð því haldið fram að með í því dæmi fylgdi meiri geislavirkni en nokkurn tímann sést frá kjarnorkuveri við venjulegar aðstæður. Svokölluð "fly ash" sem er hluti af útblæstri í kolaorkuveri var sögð innihald eitthvað að úran og slíku, sem er víða snefilefni í kolunum sem brennt er, og lifir brunann af.
Bjössi (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 19:34
Af sjálfu leiðir líklega Bjössi, kolin eru unnin upp úr jörðinni.
Að auki bætist við ýmislegt slæmt við brunann á þeim.
Viggó Jörgensson, 22.3.2011 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.