6.3.2011 | 23:15
Ætlar að stefna öllum fréttamönnum til að þagga niður í þeim.
Enn heldur fjármálasnillingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson að blásnauður íslenskur almenningur ætli einhvern tímann að taka hann í sátt.
Nýjasta aðferð hans til að ritskoða umfjöllum um hann sjálfan er að stefna öllum blaða- og fréttamönnum.
Og segja svo að þeir megi ekki fjalla um hann af því viðkomandi fréttamaður sé í málaferlum við sig.
Af hverju þurfa alsaklausir menn að ritskoða umfjöllun um verk sín?
Jón Ásgeir ætti að gera sér, og okkur öllum, þann greiða að láta sig hverfa úr íslensku þjóðlífi og búa úti í hinum stóra heimi í framtíðinni.
T. d. á Tortóla.
Ísland er of lítið fyrir slíka snillinga á heimsmælikvarða.
Svaraði í öllum fjölmiðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.3.2011 kl. 10:30 | Facebook
Athugasemdir
Tortóla? Ekki fyrr en hann hefur verið afgreiddur hérlendis. Ef það gerist einhverntímann! Við verðum að elta þessa andskota endalaust, þótt það skili engu að lokum. Bara eltingarleikurinn lætur þá engjast. Það er þess virði.
Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 23:32
Já Bjössi.
Þau eru mörg sníkudýrin sem þarf að hrista til að peningarnir hrynji niður.
Það ættuð þið sem eruð með núverandi ríkisstjórn á ykkar vegum að gera.
Ég hef á þriðja ár lagt til að hluti af icesave samningum sé að Hollendingar og Bretar opni allt hjá sér og hjálpi okkur að gera þjófaleit.
Það er bara vandamálið kannski að þessir ágætu viðskiptamenn okkar eru kannski svo skítgir sjálfir að þeir geti það ekki.
Viggó Jörgensson, 7.3.2011 kl. 10:18
Bjössi
Það er bara verst að Samfylkingin kærir sig ekkert um miklar rannsóknir.
Jón Ásgeir hefur margoft hælt sér af því að hann eigi Samfylkinguna.
Viggó Jörgensson, 7.3.2011 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.