5.3.2011 | 18:00
Sjá vídeómynd af sambærilegu atviki.
Hér má sjá vídeó af sambærilegu atviki á Dash 8 en annarri undirtýpu.
http://www.youtube.com/watch?v=egh4UazBaAo
Þetta er greinilega óskemmtileg lífsreynsla
og Guðsmildi, og kannski flugmönnunum að þakka,
að ekki fór ver þarna í Nuuk.
Þessi flugvél á myndbandinu er Dash 8 Q400 en þær reyndust hafa ákveðna skrúfbolta, í hjólabúnaði, sem vildu tærast hraðar en búist var við.
Bætt var við auka skoðunum á þessum boltum og þá það vandamál að vera leyst.
Hjólabúnaður Q 400 hjá SAS er frá öðrum framleiðanda en á vélinni okkar á Grænlandi sem er af gerðinni Dash 8-100
Eldri týpurnar af Dash 8, undirgerðir 100, 200 og 300 hafa reynst afar traustar flugvélar við erfið skilyrði.
Vélin flutt af slysstað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.3.2011 kl. 02:52 | Facebook
Athugasemdir
Líklegra að þarna hafi hægra hjólið ekki náð að læsa sér. Það virðist ekki brotna þannig séð. Menn eiga þó að fá viðvörun ef svo er og jafnvel líklegt að svo hafi verið en ekkert hægt að gera annað en að nauðlenda. Það að til sé mynd af þessu segir manni að líklegt sé að vandinn hafi verið kunnur fyrir lendingu. Nokkuð sem hefur hent Fokkerinn líka í ófá skipti. Annars er klárt að það þarf að gera eitthvað drastístkt ef þessi veikleiki er þarna enn.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2011 kl. 18:13
Þetta er engan vegin sambærilegt atvik.
Fyrir það fyrsta var þetta Dash 8-400 70 sæta vél frá Sas í myndbandinu.
Vélin í Nuuk er Dash 8-100 sem tekur 37 farþega.
Ástæða óhappsins hjá Sas í myndbandinu var að aðal hjólabúnaðurinn (Main gear) læstist ekki að fullu. Þetta var ekki orsök óhappsins í Nuuk. Hún kemur í ljós síðar við rannsókn málsins.
einar b sig (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 18:30
Einar B sig.
Það sem er sambærilegt er að þarna sést vel hvað gerist ef annað annað hjólasettið gefur sig í lendingu.
Við vitum að hitt er ekki sambærilegt.Viggó Jörgensson, 5.3.2011 kl. 20:15
Jón Steinar
Já það er það sem ég er að fara. Hvort þarna sé einhver veikleiki.
Fúlt ef við erum flugvélar með þekkta veikleika, ef það væri raunin.
Við vorum lengstum laus við það.
Viggó Jörgensson, 5.3.2011 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.