Er Fokker sterkari flugvél en Dash? Ítrekuð óhöpp vegna hjólabúnaðar Dash véla.

Við Íslendingar höfum verið heppnir með hinar hollensku

Fokker friendship F 27 og Fokker 50 sem tóku við af þeim.

Mjög sterkar og góðar vélar sem hafa þjónað bæði Flugfélaginu og Landhelgisgæslu. 

Dash flugvélarnar kanadísku vöktu fyrst athygli hér á Reykjavíkurflugvelli fyrir að geta notað afar stuttar flugbrautir, sem er auðvitað stór kostur á litlum stöðum. 

Þetta var de Havilland Canada Dash 7, 4 hreyfla skrúfuþota með svokölluðum STOL búnaði.   

Þær heita nú Bombardier Dash og þessi sem rann út af á Grænlandi er af undirgerðinni Dash 8, sem er tveggja hreyfla skrúfuþota eins og Fokkerinn.     

Það er hins vegar athyglisvert að hjólabúnaðurinn skyldi brotna. 

Ekki fer sögum af því að höggið hafi verið slíkt að farþegar eða áhöfn hafi slasast sem betur fer.

Á internetinu er sagt frá ítrekuðum óhöppum út af hjólabúnaði í undirgerðum Dash 8. 

SAS tók alla undirseríu 400 úr notkun út af þeim vandræðum. 

Það væri fróðlegt að vita hvort kanadísku vélarnar séu marktækt veikbyggðari en þær hollensku?

Og í framhaldinu af hverju við erum þá með flugvélar af þessari gerð í notkun? 

Eru þær ódýrari en t. d. Dornier eða ATR ? 

Sjá nánar á vefslóðinni: http://en.wikipedia.org/wiki/Bombardier_Dash_8

Sérstaklega kaflann:  Major landing gear incidents


mbl.is Brotlendingin rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fokkerinn Hollenski  F-27 og síðar F-50 hafa reynst afar góðar og farsælar flugvélar. Þær eru afsprengi Fokkers flugvélasmiðs sem hóf sinn feril sem flugvélasmiður þegar hann hannaði og smíðaði margar af bestu flugvélum Þjóðverja í fyrra stríði og m.a. Fokker DR1, rauðu þríþekju rauða barónsins Manfred von Richthofen.

Það var synd og skömm að Fokker verksmiðjurnar skyldu fara á hausinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2011 kl. 01:22

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Brotnaði hjólabúnaðurinn áður en hún fór út af brautinni eða eftir á?

Sumarliði Einar Daðason, 5.3.2011 kl. 02:16

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru nú þó nokkur tilfelli hér um bilun í hjólabúnaði á Fokker og maga og einshjólslendingar nokkrar.  Dash eru frábærar, öruggar og sterkar vélar, en vonandi verður gerð einhver bragrbót á þessu, eins og oftast eftir að svona óhöpp endurtaka sig.  Þetta eru óvenjulegar og tilfallandi aðstæður að fá svona sterkan hnút á sig á svona vondu augnabliki.  Ég er nokkuð viss um að Fokkerinn hefði ekki komið betur út þarna.  Aðrar vélar jafnvel endað miklu verr.

Það eru sterkir vindar þarna við Nuuk.  Lenti einmitt þarna í Dash 8 í fyrrasumar í hávaðaroki þar sem vélin hossaðist og hentist til fyrir lendingu en tyllti sér niður eins og fimleikastjarna á eftir.

Fór síðan með Dash 7 frá Kangerlusuaq til Ilulissat. Þar er flugbrautin smá frímerki sem er nánast jafnt á alla kanta og situr ofan á háum kletti. Er ekki viss um að Fokkerinn höndli slíkar brautir.  Þetta eru jeppar þessar vélar í góðri meiningu, robust, þægilegar og liðugar.  Ég hef mikla aðdáun á þeim.

Það má altaf búast við óhöppum. Næsttum óhöppin eru fleiri en okkur grunar, en þó ekki í neinu hlutfalli við skip og bíla. Flug er öruggasti ferðamátinn. Ég man einu sinni eftir því að vera að fara frá Kulusuk í fokker að vori, þar sem bæði var þykk drulla á vellinum, sem dró úr flugtakshraðanum og svo missti vélin afl í flugtakinu við brautarenda og ttók nánast á loft niðurávið, þar sem hún hoppaði fram af eyjunni og stefndi í íshrönglaðann fjörðinn. Loksins hrökk hún í gír, svo að segja, þegar manni fannst jakarnir vera á milli vængs og búks.  Ég myndi segja að það hafi ekki munað miklu og að einhver mannleg mistök hafi orðið þarna, en aldrei heyrum við af svona "smotteríi". 

Fokker og Dash eru hvort tveggja frábærar og öruggar vélar, með einstakan feril, hvað varðar öryggi, þrátt fyrir að vera notaðar í erfiðustu aðstæðum flugsins.  Spurning Sumarliða er góð.  Ég hef ekki kynnt mér þetta, en það er nokkuð víst að ef hvaða vél sem er fýkur svona út í kargann í lendingu, þá er líklegra en ekki að hjól brotni.  oes without saying.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2011 kl. 02:45

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég myndi halda að menn mættu skoða flugvallastæðið þarna, því samkvæmt lýsingum þá eru klettar við brautina, sem flugvélin slapp við og "lenti" á besta stað.  Man ekki eftir þessu sjálfur, enda var ekki hugurinn við það þegar ég fór þarna um, en þetta vekur mann til umhugsunnar. Sviptivindar eru oftast milli hóla og hæða, úr dalverpum eða við kletta.  Kannski er verið að skoða vitlausan orsakavald. Kannski eru þarna klettar eða þrengingar sem bjóða upp á sterka og hættulega hnúta í ákveðnum aðstæðum.  Það mætti skoða logg flgumferðarstjóra og kanna hjá flugmönnum hvort einhver brögð hafi verið að þessu.  Þetta er nokkuð magnað og harðneskjulegt landslag þarna, svo það kæmi mér ekki á óvart að þarna liggi skýringin að miklum hluta og að þarna mætti skoða endurbætur á vellinum og umhverfi hans.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2011 kl. 02:55

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Kærar þakkir fyrir upplýsingarnar og innlitið strákar og alveg sérstaklega þér Jón Steinar.

Þeir hjá Wikipedia eru ekkert sérstaklega uppörvandi varðandi hjólabúnaðinn

og ekki bætir youtube filman úr skák.  

http://www.youtube.com/watch?v=egh4UazBaAo

Eftir að þeir hjá SAS settu Dash 8 út af sakramenntinu lentu þeir sjálfir í skömm út af viðhaldsmálum. 

Pöntuðu svo fleiri vélar frá Bombardier.   

Þetta var þá kannski þeim sjálfum að kenna fyrir að spara skoðanir og varahluti?!?

Viggó Jörgensson, 5.3.2011 kl. 03:23

6 identicon

Viggó ....

Þú mátt ekki vera að bera saman Dash 8 100 týpu ....og Dash 8 400 og tala um "failure" í hjólabúnaði á sama tíma.  Því þó vélarnar heiti það sama ...og líti svipað út, þá er fátt í raun sameiginlegt með þeim og sérstaklega ekki hjólabúnaðurinn.  Dash 8 100 er c.a 16,5 tonn í max flugtaksþunga, á meðan Dash 8 400 er c.a 30 tonn.   Þar sem að flugvélar eru allar hannaðar með  innbyggða "öryggisfactora", það er að vélin (stellið sem dæmi) þarf að geta þolað ákveðin kraft þyngd vélar X ákveðin kraft og svo það sinnum 1,5  (bara dæmi)  þá sérðu sjálfur að Bombarier getur ekki hafa sama stellið undir báðum þessum vélum.  

Hvað varðar þetta óhapp, þá virðist það hafa gerst á óheppilegasta tíma, það er að segja að fá sterka vindhviðu þvert á hreyfistefnu vélarinnar sem verður til þess að hjólabúnaðurinn fær á sig hreint hliðaráta, sem að er það versta fyrir hann, enda hannaður til að taka sitt átak í hreyfistefnu vélarinnar framá við ....ekki til hliðar nema að ákveðnu marki.  

Arnar Rúnar (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 08:21

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Hvað eru þessar Dash vélar að lenda venjulega á miklum hraða? Ég hélt flugfélagið notaði bara Twin Otter í Grænlandsflugið, en það er kannski liðin tíð ;-)

Sumarliði Einar Daðason, 5.3.2011 kl. 10:50

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sumarliði. 

Það má líklega engin vera að því að fljúga í Twin Otter lengur.

Þær eru úr sama hreiðri og Dash en aldeilis með sterkari hjólabúnað enda hannaðar fyrir "tundruna".   

Viggó Jörgensson, 5.3.2011 kl. 17:43

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Arnar Rúnar ég veit vel að það er sterkari hjólabúnaður í 30 tonna vélum en 16 tonna.

Var einu sinni aðstoðarmaður hjá 4 flugvirkjum og fékk ágætiseinkun á einkaflugmannsprófi.    

En eitthvað finnst manni hún "háfætt" og hjólaleggirnir mjóslegnir. 

Hvað sem öllu líður eiga flugvélar að þola töluvert hliðarálag eða högg á hjólaleggi

enda hliðarvindslendingar oft harkalegar eins og þú veist.  

Allt getur auðvitað bilað og brotnað við yfirálag. 

Flugvélaverkfræðingar reikna líka út málmþreytuþol.

Eitthvað var verið að minnast á 10 þúsund lendinga mörk þarna á Wikipedia.  

Ég var bara að spyrja ykkur út af þessu með þessar vélar hjá SAS

enda týpur 100, 200, 300 og 400 allar úr sama hreiðrinu.  

Þakka þér innleggið. 

Við bíðum bara með forvitni okkar þar til rannsóknarskýrslan kemur út. 

Viggó Jörgensson, 5.3.2011 kl. 17:56

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held þeir sú enn að fljúga Twin otter og Dornier þarna hjá Grænlandsflugi. Grænlandsflug keyrir þó mikið á Dash 7 og 8, sem ættu nú að vera ákveðin meðmæli með vélinni. Hún er aðalvélin í innanllandsfluginu þarna við þessar erfiðu aðstæður og ekki er grænlandsflug með mikla óhappasögu, nema kannski varðandi þyrlurnar, en þær eru þó mjög farsælar og nánast eingöngu notaðar á strjálbýlli stöðum.

Jamm, það verður spennandi að sjá hvað rannsóknarskýrslan segir. Vonandiverður flugið bara enn öruggara fyrir vikið.

Fyrir þá sem hafa áhuga á efninu, vil ég benda á "Airplane crash investigation" þættina, sem má flesta finna á youtube.  Frábærir þættir og vel gerðir.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2011 kl. 18:27

11 identicon

Viggó, fyrst að reynsla þín er slík og einkunnirnar ágætar, þá ættiru að vita að þó að vélarnar líti svipað út….með mjóslegið nef og T stél þá er ekki sama hjólastell undir þessum vélum.

Þú ættir kannski að hringja í vini þína fjóra, fyrrverandi og grennslast fyrir um það áður en þú heldur fram villandi upplýsingum að fólki sem ekki veit betur.

Hvað varðar það vélin sé “háfætt” …… og hjólastellið mjóslegið”….. þá veit ég það fyrir víst að þetta er ekki partnúmerið á hjólastelli, fyrir hvorki -100 né Q400

“Við bíðum bara með forvitni okkar þar til rannsóknarskýrslan kemur út” Nei nei þú þarft ekkert að gera það ef að þú bara sleppir því að halda fram einhverju sem ekki er rétt .eða bara hálfur sannleikur .. 

Í fréttum áðan á RUV kom fram að vindhviður hefðu farið í 20 m/s. Ef að ég nota þína tækni og gef mér það að vindurinn hafi snúist snöggt þvert á hreyfistefnu vélarinnar. Stóra spurningin til þín er þá….Hver eru hámarkshliðarvindsmörk fyrir Dash 8-100 ?

Hvað varðar þá fullyrðingu þína að ég viti að hliðarvindslendingar geti orðið harkalegar .þá kannast ég ekki við það 

P.s ég held meira að segja að það sé sami framleiðandi á hjólastellinu undir 100,200,300 týpunni, en annar á 400 týpunni

Arnar Rúnar (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 19:26

12 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér enn og aftur Jón Steinar.

Veit nánast ekkert um Grænland þó að ég hafi komið þar einu sinni. 

Grunaði svo sem að einhvers staðar væri vinnujálkurinn Twin Otter einhvers staðar í notkun á styttri leiðum.

Ég má skammast mín að gera grín að hægflugi þessarra góðu véla.  

Þó ekki væri nema vegna hávaðans held ég þó að menn sneiða hjá þeim blessuðum ef þeir geta.  

Viggó Jörgensson, 5.3.2011 kl. 20:29

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

Arnar Rúnar Árnason atvinnuflugmaður.

Ég er að spyrja ykkur hérna af því að við einkaflugmenn erum engir flugsérfræðingar, þó áhuginn sé kannski fyrir hendi.

Þess vegna er ég með öll þessi spurningarmerki.

Og nú segir þú okkur þessar merkilegu fréttir

að annar framleiðandi sé kannski að hjólastellinu á 100, 200 og 300 , heldur en 400 týpunni.

En ert samt ekki viss.  

Það voru nákvæmlega slíkar upplýsingar sem ég var að fiska eftir.

Ef það er rétt hjá þér er það huggun fyrir þá sem ætla að taka sér far með Dash 8-100.

Þú þarft ekkert að bregðast við eins og þú sér umboðsmaður Bombardier

þó að spurt sé um ítrekuð vandræði í hjólabúnaði í þeim.

Okkur farþegum þínum varðar einfaldlega slíkt. 

Þú þarft ekkert að vera svona hæverskur.

Því trúir enginn flugáhugamaður að þú atvinnuflugmaðurinn sért alls ókunnugur harkalegum hliðarvindslendingum.

Guð hjálpi okkur ef þú ert að segja okkur satt.

Þakka þér kærlega innleggin.    

Viggó Jörgensson, 5.3.2011 kl. 21:14

14 identicon

Viggó .... Eftir að hafa grenslast fyrir um það þá hef ég það staðfest að sitt hvor framleiðandinn er á hjólastelli 100/200/300  og á 400, því allt að því sárnar manni þegar  "spuringar" eru settar fram í staðhæfingar formi og gefið í skyn að eitthvað sé öðruvísi en það er í raun.  Flest fólk (farþegar) eru í eðli sínu hræddir við að fljúga, af fjölmörgum ástæðum og því ekki sanngjarnt af þér að halda upp illaupplýstri umræðu á bloggi sem þú veist að tengt er við fréttir um óhöpp og "Jón og Gunna" geta lesið.

Ég nennti ekki að lesa alla Wikipida greinina um Q400 óhöppin, en veit þó það að SAS virtist vera eina flugfelagið sem notaði Q400 vélar, (160stk framleidd þá) sem lenntu í vandræðum með hjólastellið.   þar sem ég þó veit, eftir að hafa lesið þau lofthæfifyrirmæli sem gefin voru út í kjölfarið þá átti að skoða ákveðið stykki í gírnum á öllum þessum vélum.  þetta stykki hafði tærst að innan og var í framhaldinu skoðað.  Hvað varðar að það hafi bara verið vélar hjá SAS sem lenntu í þessu, þá skyldi þaðþó ekki tengjast þeirri frétt sem flutt var um þá á síðasta ári, þar sem kom fram að þeir höfðu farið yfir tímamörk á tilskyldum skoðunum.  þú sem fyrrverandi fittari ættir að vita að það boðar ekki gott að hunsa lofthæfifyrirmáli framleiðanda. :/ 

 http://feeds.mbl.is/ferdalog/frett/2010/08/23/sas_hunsadi_flugbann/?redirect=/ferdalog/frett/2010/08/23/sas_hunsadi_flugbann/

Hins vegar kannast ég ekki við að hanga yfir myndböndum af harkalegum lendingum, en kannast miklu heldur við það að horfa á myndbönd af áferðarfallegri flugmennsku, enda mun skemmtilegra.   

P.s ...

Ég hef aldrei verið sérstakur aðdáandi Dash 8, en vil bara að rétt sé rétt. 

Arnar Rúnar (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 21:22

15 Smámynd: Viggó Jörgensson

Nú skiljum við hvorn annan félagi.

Það var nákvæmlega þetta sem við farþegar flugfélagsins þurftum að heyra.  

Hjólabúnaðurinn á okkar flugvélum er frá öðrum framleiðanda en þessum sem SAS var með.  

Þar með þurfa okkar íslensku flugfarþegar ekki að hafa áhyggjur. 

Flugfélagið ætti snarlega að gefa þetta út til fjölmiðla að mínu mati. 

Það kom fram þarna síðast í wikipedia að SAS menn voru teknir í bólinu af loftferðaeftirlitinu í Svíþjóð. 

Einmitt fyrir að hafa farið frjálslega með viðhaldsfyrirmælin.

Þar kemur kannski skýringin á því af hverju þessir hringir voru lengur í vélunum en þeir þoldu.

Það var nefnilega minnst á tæringu í greininni en ekki nákvæmlega hverju. 

Þegar minnst er á tæringu með svo óljósum hætti verður manni ekki rótt. 

Ég bið þig afsökunar ef þér finnst ég hafa verið með vafasamar athugasemdir

en þær hugleiðingar vöknuðu sem sagt eftir að hafa lesið þessa wikipedia umfjöllun. 

E. s.

Gaman væri að vita á hvaða tegund þú veðjar þegar Fokker 50 verður tekinn úr notkun?

Og eins hvort Brasilíumenn séu að stinga okkur eitthvað af í að framleiða vélar í þessum flokki? 

Viggó Jörgensson, 5.3.2011 kl. 21:45

16 identicon

Það er lítið mál að afsaka það Viggó.  Mér er bara annt um starfið mitt og vil síður að einhverjar ranghugmyndir um vinnuumhverfið mitt, komist í umferð.   Og þó að ég hafi sagt að ég sé enginn sérstakur aðdáandi Dash 8, þá máttu ekki halda að ég hafi eitthvað á móti þeim.  Þetta eru hinar fínustu vélar og hafa auðvitað sína kosti, eins og allt annað í veröldinni.  

þú hefur algerlega misskilið mig í þessu með harkalegu hliðarvindslendingarnar.  Ég þekki þær ekki því að lending í hreinum hliðarvindi er ekkert öðruvísi en að lenda í hreinum mótvindi og því ætti mýktin á lendingunni ekki að vera neitt öðruvísi, nema síður sé.  Sumar vélar koma sem dæmi mýkra niður ef að þær eru lagðar á annað aðalhjólið fyrst og svo hin tvö í réttri röð.  það er sem dæmi þannig með F50.   Erfiðleikarnir byrja þegar veður verður misvinda, því þá geta aðstæður breyst á augnabliki og útkoman orðið eftir því. :( 

Ég læt fylgja með þennan link á lofthæfifyrirmælin sem ESB sendi út þegar að Dash 8 Q400 vélar SAS áttu í sínum vandræðum.  Endilega kíktu á þetta. 

http://ad.easa.europa.eu/ad/CF-2007-20R2

 hvað varðar eftirbáta F50 þá er erfitt að giska á það ....og ég treysti mér ekki til þess, því miður. :/   

Arnar Rúnar (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 23:45

17 Smámynd: Viggó Jörgensson

Kærar þakkir fyrir þetta Arnar Rúnar

og hafðu það sem best.

Viggó Jörgensson, 6.3.2011 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband