4.3.2011 | 14:22
Byrja á að ganga úr Schengen og reka brotamenn úr landi.
Ef það er rétt að fólk af erlendu bergi brotið sé hérlendis með skipulagða glæpastarfssemi.
Þá á að svipta það fólk, atvinnuleyfi, dvalarleyfi og reka það úr landi.
Fólk sem í fyrsta lagi átti aldrei komast inn í landið í upphafi
ef ekki hefði verið þessi endemis Schengen vitleysa.
Það er ekki allt gott sem kemur frá Evrópu, það mættu kratar og ESB fylgjendur athuga.
Svo á að hætta að vista saman í fangelsi, Íslendinga og erlenda glæpamenn.
Okkar pörupiltar hafa ekkert að gera með meiri vísdóm frá ESB þjóðum.
Nóg er nú samt að við þurfum að berjast við þvæluna sem stjórnmálamennirnir lepja upp hjá ESB.
Hjá gömlum nýlendukúgurum sem vantar fleiri og nýja þræla til að arðræna.
Ekki svo að skilja að það væri verra að íslensku strákarnir á Litla Hrauni stjórnuðu landinu en þau við Austurvöll.
Um það er ég hreint ekki viss.
Aukið fé til lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.