4.3.2011 | 01:36
Verður í Reykjavík um okkar daga.
Þó ekki væri nema af því að við höfum ekki efni á að flytja innanlandsflugið annað.
Til Keflavíkur nennir enginn að aka í þrjú korter til að fljúga svo í klukkustund eða minna.
Svo er það þjóðhagslega óhagkvæmt að eyða eldsneyti í ferðalag þangað, bæði til og frá.
Nánast allir sem fljúga innanlands frá landsbyggðinni eiga erindi til Reykjavíkur eða í gegnum Reykjavík.
Jafnvel þeir sem fara svo utan.
Og hver vill fá lóð í Vatnsmýrinni? Bara að grafa sig, marga metra, niður á fast kostar morðfjár.
Nú þegar er Miklubrautin hættulega þjöppuð á álagstímum. Neyðarflutningar eiga þar ekki greiða leið.
Húsnæði stendur autt út um allar koppagrundir. Að okkur vanti þarna byggingalóðir er bara óráð.
Hvort flugvöllurinn hverfur eftir okkar daga, vitum við ekki og varðar ekkert um.
Vilja flugvöllinn áfram í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.