2.3.2011 | 12:15
Forpokuð og vangefin skólastjórn kveikir galdrabrennu.
Þessi áminning skólastjórnar Flensborgarskóla er alger tímaskekkja.
Byggð á svipuðum viðhorfum og voru ríkjandi á tímum Viktoríu drottningar.
Umræða um að setja einhverja í gapastokk er skáldleg og fjarri öllum raunveruleika.
Viðbætur Baldurs við þau ummæli eru einnig skáldleg, skemmtileg og absúrd í sama mæli og þau fyrri.
Með ummælum sínum er Baldur með ágætum húmor aðeins að leggja áherslu á hversu absúrd fyrri ummælin eru með því að bæta nánast súrrealískri athugasemd við.
Baldur Hermannsson er ekki síðri rithöfundur en eðlisfræðingur.
Við sem fylgjumst með bloggsíðu Baldurs vitum að ekki fylgir nokkur einasta meining með þessari athugasemd hans.
Þvert á móti er Baldur að mótmæla bæði líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi með því að sýna það í þessu súrrealíska ljósi.
Þeir sem halda annað eru andlega skertir, með litla dómgreind og innsæi.
Svo illa búnir til höfuðsins eiga menn ekki að sitja í stjórn menntastofnunar.
Skólastjórn Flensborgarskóla ætti að biðja Baldur afsökunar á þessu frumhlaupi sínu og draga áminninguna til baka.
Skólastjórnin hefur gert sig seka um hugleysi, dómgreindarleysi og það andleysi að láta í minni pokann fyrir lágmenningu og skríl með ofsóknaræði.
Það sýnir sjúkt hugarfar að í yfirlýsingu skólans tekst einhverjum að spyrða málinu saman við kynferðislega áreitni við nemendur skólans.
Skáldleg athugasemd Baldurs gef ekkert tilefni til slíkra hugrenninga en sýnir vel ofsóknaræðið sem alls konar Stígamótakellingar hafa komið hér af stað.
Svo fráleit sem yfirlýsingin er hefði ekki komið á óvart ef kennurum hefði verið forboðið að ganga naktir um Hellisgerði á kvöldin og bjóða smábörnum sælgæti.
Að sleppa Hellisgerði má þakka skólastjórninni þrátt fyrir allt.
Svo er óvíst að skólastjórnin hafi heimild í lögum til þessarar áminningar, þar sem vafasamt er að bloggskrifin komi henni nokkuð við.
Kennari áminntur fyrir bloggfærslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Facebook
Athugasemdir
Skáldlegheit, kaldhæðni og duldar meiningar skila sér illa á prenti, Baldur er áminntur fyrir það sem að hann skrifar og hefur reyndar ítrekað skrifað orðrétt.
Hann hefur haft hálfgerðar eftirá afsakanir sem að eru afar ósannfærandi og segja kannski meira um þá sem að trúa þeim en hann?
Maðurinn hefur með skrifum sínum sem að auðvelt er að sjá á síðu hans langt aftur í tímann sýnt að hann er ótrúleg karlremba í það minnsta og í það versta að hvetja til ofbeldis og kynferðisglæpa.
Menn verða að geta tekið ábyrgð á því sem að þeir skrifa og segja og sæta þeim viðurlögum sem að við eiga. Og ef að Baldur er ekki maður til þess, ja þá á hann ekkert að vera tjá sig er það?
Skaz, 2.3.2011 kl. 13:02
Ég held að karlremba Baldurs sé kerskni.
Rétt eins og hjá Flosa heitnum Ólafssyni sem var stofnfélagi Rauðsokkarhreyfingarinnar en skrifaði alltaf eins og karlremba.
Það er alveg fráleitt að skilja Baldur þannig að hann hvetji til ofbeldis og kynferðisglæpa.
Þig skortir innsæi. "...Skáldlegheit, kaldhæðni og duldar meiningar..." skila sér einnmitt vel á prenti ef lesandinn hefur nægilegt innsæi.
Reyndar held ég að um valdþurrð geti verið að ræða hjá skólastjórninni.
Lögmenn kennarasambandsins ættu að kanna hvort skólastjórninni kemur þessi bloggfærsla yfirhöfðuð nokkuð við.
Viggó Jörgensson, 2.3.2011 kl. 13:41
Svo máttu ekki gleyma því Skaz
að hér eru ofbeldismenn sem réðust á Alþingi að beita Baldur ofbeldi.
Og skólastjórnin er að beita Baldur ofbeldi, og þú virðist leggja blessun þína yfir það.
Viggó Jörgensson, 2.3.2011 kl. 14:05
Það er rétt að því sé haldið til haga að Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði nímenningana af manns af árás á Alþingi, með þeim orðum að ekkert í málinu benti til þess að um hefði verið að ræða skipulagða árás eða að fyrir hópnum hefði vakað að beita einn né neinn ofbeldi. Snorri Páll Jónsson, sem skrifaði grein í Fjarðarpóstinn var sýknaður af öllum ákærum í þessu máli. Aðrir í hópi nímenninganna hafa hvergi komið nærri þessu máli Baldurs - nema þar sem hann hvatti til að konum í hópnum væri sýnd "kynfrðisleg áreitni". Baldur hefur áður "grínað" með að nauðga ætti konum.
Þannig að það er fráleitt að ætla að halda því fram að Baldur sé hér einhverskonar fórnarlamb "ofbeldismanna sem réðust á Alþingi".
En aftur að "gríni" Baldurs. Þó að þú sjáir ekkert athugavert við slíkt "grín" þykir mörgu fólki það mjög ógeðfellt. T.d. "Stígamótakellingum", og konum sem hafa orðið fyrir nauðgunum eða kynferðislegu ofbeldi. Þú hlýtur að umbera fórnarlömbum kynferðislegs ofbeldis að finnast það óþægilegt að grínast sé með nauðganir? Fyndist þér sjálfum fyndið að grínað væri með nauðganir ef þér hefði verið nauðgað? Eða dóttur þinni? Þú gerir þér grein fyrir að þær konur sem leita til Stígamóta hafa margar orðið fyrir mjög grófu kynferðislegu ofbeldi, jafnvel sem börn, og að þær konur sem þar starfa, og þú kallar "Stígamótakellingar" þurfa á hverjum degi að taka á móti konum og börnum sem hefur verið nauðgað og misþyrmt.
Baldur er fullorðinn maður og hann þarf að taka ábyrgð á eigin orðum. Ef vinnuveitanda hans hefur þótt framkoma hans utan veggja vinnustaðarins með þeim hætti að það truflaði starfið á stofnuninni þá er ekki nema eðlilegt að yfirmenn hans áminni Baldur að hegða sér með þeim hætti að það kasti ekki rýrð á stofnunina. Það er ekki "ofbeldi".
Magnús Sveinn Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 23:24
Íslendingar eru ekki refsiglöð þjóð Magnús Sveinn.
Þessi ákaflega vægi dómur er sáttargjörð.
Í öðrum löndum hefðu sakborningar aldrei séð sólina framar nema úr fangelsisgarði. Þar sem litið er á svona upphlaup sem forstig byltingar.
Af myndskeiðum úr héraðsdómi þar sem mál þetta var tekið fyrir, sáum við góðborgarar bara ofbeldisfullan skríl. Meira veit ég ekki um það góða fólk.
Sá þó stundum Hörð heitinn Ingvaldsson, góðan kunningja, sem ekki var skríll heldur maður með ríka réttlætiskennd.
Ég hef líka ríka réttlætiskennd og er óhræddur við að bera blak af þeim sem hallað er á.
Svo sem eins og af Björgvin Björgvinssyni lögreglufulltrúa sem Stígamótakellingar hröktu úr starfi.
Þar fóru þær gjörsamlega offari en ég hef ekki séð afsökunarbeiðni frá þeim út af því máli.
Þessi ágæti Snorri Páll er vissulega að beita Baldur ofbeldi í tilraunum sínum til að gera upp reikninganna við Baldur.
Í stað orðræðu á réttum vettvangi; bloggi Baldurs, beitir hann því lúalega ráði að djöflast í vinnuveitendum Baldurs.
Vinnuveitendum Baldurs kemur þetta blogg hans ekkert við að breyttu breytanda.
En skólastjórnin féll á sama bragði og dómsmálaráðherra og lögreglustjóri gerðu í Björgvins málinu.
Hvernig í veröldinni er hægt að blanda saman þessari bloggumræðu um 9 menninganna
og búa til úr því samþykkt á kynferðislegri áreitni við nemendur Flensborgarskóla? Það er að segja ef menn eru rétt innréttaðir?
Hér er Baldur tvímælalaust fórnarlamb a. m. k. þessa Snorra Páls sem ég hélt að væri Úlfhildarson?
Varðandi grín þá var ég aðeins að skrifa um gapastokk og kynferðislega áreitni. Með nauðganir grínast ég ekki og myndi aldrei gera.
Svo þreyttir eru hins vegar margir orðnir á femínistaumræðu og ofsóknaræði sumra þar - t. d. Baldur -
að hann lét einhver slík ummæli falla í átt að Sóley Tómasdóttur - þessari sem fékk áfall þegar hún eignaðist son, en ekki dóttur.
Ég veit vel að meining Sóleyjar var ekki jafn slæm og margir kusu að skilja hana, rétt eins og margir kjósa að misskilja Baldur.
Gagnvart mínum málflutningi ertu þannig ekkert að skora, að vísa til nauðgana. Ég hef aldrei og gæti aldrei grínast með þær.
Það er verulega vafasamt að Flensborgarskóla komi bloggskrif Baldurs við enda er hvergi á bloggsíðu hans minnst á að hann vinni þar.
Þessi áminning skólans er fyrst og fremst áfall fyrir málfrelsið í landinu.
Aðferð sem aðeins er hægt að beita opinbera starfsmenn en ekki aðra. Samt segir í greinargerð með starfsmannalögunum
að endurskoðun þeirra árið 1996 miðaði að því að jafna út þann mun sem væri á því að vinna hjá hinu opinbera eða á almennum vinnumarkaði.
Um greinina um áminningar segir að hún snúi að starfi viðkomandi með gagnályktun má segja að hún eigi ekki að snúa út á við.
Orðalag greinarinnar sem samt óbreytt frá fyrri lögum.
Eðlilegra hefði verið að Snorri Páll færi almennu dómstólaleiðina. Ég hefði ekkert séð athugavert við það.
Hann kaus lúgalegu leiðina að beita Baldur ofbeldi sem opinberan starfsmann.
Skólastjórnin fell í gildruna.
Svo geturðu séð á mínum fyrri færslum að ég fordæmi ofbeldi í öllum myndum.
Jafn kynferðislegt, líkamlegt og andlegt. Og alveg sérstaklega ofbeldi gegn börnum.
Og einnig gagnvart lögreglumönnum og nú kennara í Flensborgarskóla.
Myndi einnig gera það ef 9 menninganna þ. m. t. Snorri Páll eða þú væruð beittir ofbeldi.
Með bestu kveðju.
Viggó Jörgensson, 3.3.2011 kl. 00:30
9 menningarnir
Viggó Jörgensson, 3.3.2011 kl. 00:31
Þú ættir að lesa dóminn eða efni hans áður en þú tjáir þig um hann. Það er ágæt regla að vita um hvað maður talar. Í dóminum er tekið skýrt fram að það sé akkúrat ekkert í gögnum málsins sem bendi til þess að um "árás" hafi verið að ræða. Skoðun þín á því hvað gerðist vegur minna en óyggjandi niðurstaða dómstóla.
En jú, í sumum útlöndum tíðkast að stinga saklausu fólki í fangelsi fyrir glæpi sem það framdi ekki. Við búum sem betur ekki í slíku samfélagi.
Þú getur ekki hafa séð Hörð Ingvaldsson á þessum myndum því hann var ekki á þeim.
Það má vera að þú teljir þig umburðalyndan mann sem fordæmir ofbeldi, sérstaklega kynferðislegt ofbeldi gegn konum og börnum, en orðaval eins og "Stígamótakellingar", tal um að starfsmenn stígamóta sem hafa í raun helgað líf sitt baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi, og tilraunir til að halda því fram að það sé hægt að "grínast" með að nauðga konum er ekki í samræmi við þá mynd sem þú vilt draga upp af sjálfum þér, sem manni sem fordæmir allt ofbeldi. Tilfellið er að siðað fullorðið fólk klæmist ekki á almannafæri, siðað fullorðið fólk grínast ekki með að nauðga eða fremja önnur svívirðileg brot á samborgurum sínum, eða gerir lítið úr fólki sem berst gegn svörtustu hliðum samfélagsins.
Baldur Hermansson hefur margsinnis stigið langt yfir strikið í óþverraskrifum, og samborgarar hans sem ofbýður óþverrinn hafa fullan rétt á að veita því athygli og benda öðrum á skrif hans. Ef vinnuveitendum Baldurs blöskrar nauðgunatal hans og telja hegðun hans utan vinnunnar það alvarlega að það ógni starfi inni á vinnustaðnum eru þeir í fullum rétti að áminna Baldur að hegða sér eins og siðaður maður.
Og en og aftur: Myndir þú líta á það sem skemmtilegan húmor ef þú sæir að það hefði einhver bloggað um það einhverstaðar eða skrifaði á Facebook að það væri fyndið ef einhver tæki sig til og nauðgaði konunni þinni rækilega, svona til að koma fyrir hana vitinu? Kallaði hana niðrandi nöfnum, kellingu og íhaldsmeri eða eitthvað í þeim dúr? Og bætti svo við að henni myndi ábyggilega bara finnast það gott? Eða dóttur þína? Prófaðu að setja þig spor annarra í þessu. Myndir þú sjá ástæðu til að hlæja með? Það er krafan sem þú setur fram í þessari bloggfærslu, að fólk láti af húmorsleysi og sjái spaugsemina í því að Baldur grínist með að nafngreindum konum sé nauðgað eða þær beittar kynferðislegu ofbeldi.
Ég leyfi mér að fullyrða að þér þætti það ekki fyndið. Þú getur líka prófað að spyrja konuna þína eða einhverja aðra konu um hvað henni myndi finnast um slíkt "grín" og hvort það sé fyndið, hvort henni þætti fyndið að einhver spaugari úti í bæ væri að grínast með að henni yrði nauðgað.
Málið er að mönnum leyfist ekki að segja alveg hvað sem er, og þegar menn hafa tekið að sér að vera uppalendur eða fyrirmyndir, kennarar eða prestar, stjórnmálamenn eða framámenn í samfélaginu þurfa þeir að ganga fram með öðrum og ábyrgari hætti en ella. Um leið verður það sem menn að gæta orða sinna.
Baldur hefur í þessu hins vegar gengið mun lengra en nokkrum manni leyfist í siðuðu samfélagi. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt að fullorðið ábyrgt fólk "grínist" með að drepa, nauðga eða misþyrma öðru fólki, hvað þá nafngreindum einstaklingum. Slíkri framkomu, gríni og hvatningum um ofbeldi, eiga að fylgja eftirmálar fyrir viðkomandi, sem er þá ekki fórnarlamb ofbeldis.
Magnús Sveinn Helgason (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 15:18
Það er gott hjá þér Magnús Sveinn að reyna að vita hvað þú ert að tala um.
Þó að það takist ekki alltaf hjá þér, hvet ég þig eindregið til að gefast ekki upp.
Alþingi er friðheilagt samkvæmt sjálfri stjórnarskránni.
Að veitast að því að störfum með upphlaupi er gríðarlega alvarlegt mál.
Á vesturlöndum gildir reglan in dubio pro reo sem þýðir að allan vafa skal túlka sakborningum í hag.
Þannig var það í þessum dómi. Dómstóllinn túlkaði allan vafa sakborningum í hag, eins og honum bar að gera.
Sýknudómur þýðir oft ekki annað en það að ekki tókst að sanna sök.
Það þýðir ekki nauðsynlega að eitthvað hafi ekki gerst.
En ég var ekki þarna og er bara ánægður með að menn hafi fengið vægan dóm.
Ég var að fjalla um þau skrílslæti sem voru í húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur en að sjálfsögðu hafi þar einnig verið skikkanlegt fólk.
Á þessum myndskeiðum frá göngum Héraðsdóms sá ég klárlega Hörð heitinn Ingvaldsson.
Ég var ekki að segja að Hörður hafi verið í Alþingishúsinu.
Það væri betra að þú læsir textann.
Eftir aðsúginn að Björgvini Björgvinssyni hef ég leyft mér að nota orðið Stígamótakellingar yfir femínista með ofsóknaræði.
Þær konur voru klárlega að beita Björgvin Björgvinsson ofbeldi.
Slíkt fordæmi ég og áskil mér rétt að kalla femínista með ofsóknaræði kellingar.
Slíkt andlegt ofbeldi á ekki rétt á sér frekar en annað ofbeldi, gjörðu svo vel að átta þig á því.
Fyrir þeim Stígamótakonum sem ekki fara offari ber ég mikla virðingu.
Enn og aftur frábið ég mér að vera blandað við grín um nauðganir. Með slíkt vil ég ekkert hafa að gera.
Ef þú ert andlega stöðugur ættirðu að vera búinn að ná því að mín skoðun er að ekkert sé hægt að grínast með nauðganir.
Hvað þá innan um einfaldar sálir eins og þér er best kunnugt.
Baldur Hermannson notar súrrealískar aðferðir í sínum málflutningi um ofbeldi og meinar ýmist það þveröfuga eða ekkert annað með því en að æsa upp menn eins og þig, sér til skemmtunar.
Ég er alveg sammála þér að hann gengur oft fram af saklausum og einföldum sálum sem ekki sjá í gegnum málflutninginn.
Ég er líka sammála þér að sumar stéttir þurfa að gæta betur að sér en aðrar. Mjög strangar lagareglur eru t. d. um presta.
Baldur er hins vegar að kenna í framhaldsskóla og er vinsælasti kennarinn þar að sögn skólastjóra.
Það segir okkur að nemendur átta sig vel á því að Baldur er með kerskni sinni að tala þvert um hug sér í þessum málaflokki.
Þeir sem standa illa að vígi málefnalega, eins og þú, höggva hins vegar alltaf í það sem þeir halda að gagnist best.
Svona eins og þegar þú reynir aftur og aftur að bera mér ranglega á brýn að ég sjái eitthvað grín í nauðgunum.
Eins og þú þjáist af valkvæðu minnisleysi.
Farðu svo að átta þig á þessi gráglettna aðferð Baldurs, er hans aðferð til að mótmæla ofbeldi.
Á aðferðinni og orðavalinu ber hann ábyrgð en ekki ég eða þú.
Sumt af orðavali Baldurs er beint upp úr fræðunum eða bókmenntunum sem við vesturlandabúar viljum vernda fyrir fólki sem vill kannski brenna eitthvað af þeim.
Að veitast að honum með þessari aðferð er aðför að málfrelsinu í landinu, bæði hans, mínu og þínu.
Svo er aðförin að Baldri auðvitað einnig af stjórnmálalegum ástæðum eins og þér ætti best að vera kunnugt.
Það er málfrelsi Baldurs sem ég vil vernda, án þess að taka endilega undir hans skoðanir eða framsetningunni á þeim.
Viggó Jörgensson, 3.3.2011 kl. 17:17
Svo til að mennta þig meira þá er hérna tilvitnun í Pál Vilhjálmsson blaðamann:
"...Carlin Romano kennari og menningarrýnir skrifaði frægan bókadóm í tímaritið Nation haustið 1993 þar sem hann í huga sér nauðgaði þekktum bandarískum femínista, Katrínu MacKinnon..."
Viltu banna eða brenna tímaritið Nation eða Carlin Romano?
Viggó Jörgensson, 3.3.2011 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.