Þyrfti senditæki á aldraða sjúklinga og óreglusama unglinga?!

Lengst af hefur verið sagt að maður þurfi að eiga fyrir jarðarförinni.

Nú hefur bæst við að safna fyrir heyrnartæki sem geta kostað allt að hálfri miljón. 

Og það síðasta að safna fyrir senditæki um ökklann ef maður týndist á gamals aldri.

Við foreldrar höfum látið ung börn okkar fá GSM síma sem við lítum á sem öryggistæki. 

Hægt að ná í börnin hvenær sem o. s. frv. 

Út á land og upp á fjöll förum við með síma, talstöðvar jafnvel gervihnattasíma inná hálendið. 

Aldraðir og sjúklingar eru komnir með öryggishnappa í heimahús.  

Síðasta misserið sem amma mín lifði var motta í rúminu hennar.

Ef hún fór framúr sáu þessar elskur í Vífilstöðum það strax frammi á vakt.  

Sú gamla var alltaf að detta og þurfti aðstoð og eftirlit á salerni og til að komast í göngugrindina. 

Af hverju skyldi þá ekki vera hægt að setja staðsetningartæki á Alzheimersjúklinga, fólk með elliglöp, heilabilaða og fleiri? 

Það kostar auðvitað, en það kostar líka að leita, fyrir utan skelfinguna sem ættingjar fyllast.

--------------------------------

Ýmsir unglingar þyrftu líka svona senditæki um ökklann en það er önnur umræða. 

Sjálfræðisaldur ætti líka að hækka í 20 ár og það er líka annað mál. 

 


mbl.is Fannst við Klambratún
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Farsími getur sennilega oftast komið að sama gagni enda hafi viðkomandi tamið sér að hagnýta sér kosti hans.

Annars er nokkuð vafasamt að spyrða saman vandræði aldraðra og vandræðaunglinga.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.2.2011 kl. 21:04

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er ekkert á það að treysta að Alsheimer sjúklingar og slíkir muni að taka með sér farsíma.

Já ég tók fram að þetta væri allt önnur umræða. 

Engu að síður sams konar mál að finna þurfi fólk vegna þess eigin öryggis. 

Viggó Jörgensson, 23.2.2011 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband