Loks einhver með viti. - Myndum tapa fyrir EFTA dómstólnum.

Björg Thorarensen er einhver mætasta dóttir þjóðarinnar.

Það var kominn tími til að einhver málsmetandi maður leiðrétti vitleysuna um að málið færi fyrir Evrópudómstólinn. 

Það slæma við EFTA dómstólinn er að hann reynir að dæma eins og hann telur að Evrópudómstóllinn myndi dæma.

Það er til að tryggja einsleitni í lagaframkvæmd á EES svæðinu sem er grundvallaratriði í því samstarfi.

Og það slæma við Evrópudómstólinn, í þessu máli, fyrir okkur Íslendinga er að Evrópudómstóllinn notar mikið svokallaðar framsæknar lögskýringar.

Hann myndi ekki hika við að dæma okkur í óhag þó að lögin séu okkar megin, með þeim röksemdum að það hefði verið tilgangurinn með viðkomandi tilskipun. 

Það verður því að viðurkennast að EFTA dómstólaleiðin er slæm fyrir okkur í þessu máli. 

Þá væri allt samstarf okkar við þjóðir Evrópusambandsins undir og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið í uppnámi.  

Það er að segja ef við vildum ekki una niðurstöðu dóms.   

3/4 og 2/3 af utanríkisviðskiptum okkar er við þessar þjóðir.  

Viðskiptakjörin væru þá einnig í uppnámi.  Jafnvel eitthvað af viðskiptunum sjálfum.

Íslenskir dómstólar nota ekki framsæknar lögskýringar og engin hætta á að Bretar eða Hollendingar myndu vinna mál sín fyrir íslenskum dómstólum. 

Málið er því, í reynd,  frekar stjórnmálalegs og viðskiptalegs eðlis frekar en lögfræðilegt fyrir okkur Íslendinga.  

Hversu fast viljum við binda okkur við Evrópuþjóðirnar og við hvaða verði.   


mbl.is EFTA-dómstólinn líklegastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband