22.2.2011 | 14:26
2 mánuðir eru algert hámark, samkvæmt stjórnarskrá.
(Endurbirti það sem ég skrifaði hér í janúar:)
2 mánuðir eru hámark skv. 11. gr. og það gildir um 26. líka. 45 dagar í 24. gr.
Það þarf ekki að leggja í langferðir til að sjá hver fresturinn er sem stjórnarskráin heimilar í svona tilfellum. Stjórnarskráin kveður skýrt á um það sjálf.
Þ. e. vilji menn nota stjórnskipunarlögin eins og þau eru. (Lex lata).
Setji menn upp pólitísk gleraugu og túlki stjórnarskrána eins og þeir vilja að hún sé, má komast að gagnstæðri niðurstöðu. (Lex ferenda).
Sjá úr 11. grein stjórnarskrárinnar (3. mgr.):
"...Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna 1) Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir samþykkt sína, þar til er úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn. Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga..."
24. grein stjórnarskrárinnar setur svo enn styttri frest eða 45. daga sem tekur af allan vafa um að 2. mánuðir séu algert hámark.
"24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)"
Samkvæmt framansögðu eru útilokað að komast að þeirri niðurstöðu að orðalagið
"...svo fljótt sem kostur er..."
geti þýtt meira en 2 mánuðir í skilningi 26. greinar stjórnarskrárinnar.
Í raun er hægt að fullyrða að fresturinn í 26. gr. gæti verið skemmri en 45 dagar með tilvísun til 24. gr.
Í 24. gr. gerir stjórnarskrárgjafinn ráð fyrir tímabili til kosningabaráttu vegna Alþingiskosninga.
Skv. 26. gr. er engri kosningabaráttu til að dreifa þannig að fresturinn samkvæmt ofanrituðu er líklega ekki meiri en 45. dagar, eftirleiðis.
Það er algert hámark að teygja orðalagið "...svo fljótt sem kostur er..." í 2 mánuði, sbr. 3. mgr. 11. gr.
Dagsetning liggur ekki fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.