18.2.2011 | 13:22
EIMSKIP þarf að útskýra þessa hörmulegu landkynningu.
Gamla Loran C leiðsögukerfið var mjög nákvæmt.
Nýju kerfin eru enn nákvæmari eins og allir GPS eigendur vita.
Af norskum vefmiðlum má lesa að skipið átti að beygja 900 metrum fyrr.
Nú bætist við að skipið hafi átt að vera á u.þ.b. 7 sjómílna hraða en verið á u.þ.b. 13 sjómílna hraða þegar strandið varð.
Það er nærri ofsahraði á 165 metra skipi svo nærri skerjum. 100 metra frá landi!
Skipið er skráð í Mið-Ameríku.
Þá vakna spurningarnar er skipið og búnaður þess í lagi?
Hvenær var það skoðað síðast og hvaða athugasemdir voru gerðar við búnað þess?
Hverrar þjóðar eru skipstjórnarmenn og vélstjórar skipsins?
Af hverju jók skipið hraðann eftir að lóðsinn yfirgaf skipið?
Var hraðaaukningin tímabær fyrr en nærliggjandi sker voru að baki?
Var flóð eða fjara?
Voru skipstjórnarmenn með rangar upplýsingar um stöðu sjávarfalla?
Voru skipstjórnarmenn teknir í blóðprufu af yfirvöldum?
Það er margt sem EIMSKIP þarf að útskýra.
Olían streymir úr Goðafossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:34 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir með þér. Um leið mætti þeir útskýra af hverju skipaflotinn þeirra er ekki skráður hér á Íslandi.
Sumarliði Einar Daðason, 18.2.2011 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.