10.2.2011 | 14:03
Sódóma Ögmundar.
Þetta fyrirtæki í opinberru eigu er á forræði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra.
Ögmundur og aðstoðarmaður hans voru nýlega í bálför hjá ríkissaksóknara út af kynferðisbrotamálum.
Þórólfur Árnason fyrrum borgarstjóri og Rannveig Guðmundsdóttir fyrrum ráðherra eru formaður og varaformaður ISAVIA.
Þetta fólk ber ábyrgð á þessari Sódómustofnun.
Eftir að hafa lesið dóminn og viðbrögð yfirmanna ISAVIA við málinu þegar það kom upp.
Þá finnst manni nákvæmlega engar framfarir hafa orðið í kynferðisbrotamálum.
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort Ögmundur hreinsar þarna til.
Starfsmaður Isavia farinn í frí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er perrinn farinn í sumarbústaðinn með heita pottinum ...einn?
Fyrirtækið er ekki búið að ákveða hvort dóminum verði áfrýjað. Eru þetta fábjánar sem stjórna þessu fyrirtæki. Eini möguleikinn í stöðunni er að perrinn í pottinum verði látinn hætta en konan sem fyrir áreitni hans varð, verði áfram starfsmaður fyrirtækisins. Hún á ekki að þurfa að líða frekar fyrir annarlegar hvatir pottperrans.
corvus corax, 10.2.2011 kl. 15:55
Þetta með heita pottinn var nú ekkert. En að ráðast inn í svefnherbergi konunnar í kynferðislegum tilgangi er greinilega gróf áreitni og réttast hefði verið að reka hann um leið og málið komst upp, sama þótt hann væri framkvæmdastjóri. Hvort hann verði leystur frá störfum að lokum, mun svo koma í ljós.
Vendetta, 10.2.2011 kl. 17:53
Já corvus corax og Vendetta.
Já eins og ég segi. Manni finnst bara ekki neinar framfarir hafa orðið þrátt fyrir alla umræðuna.
Dómgreind þessa manns hæfir ekki til að hann hafi mannaforráð.
Og heldur ekki hinna sem fjölluðu um málið innan fyrirtækisins.
Og sögðu það í lagi.
Og síðar veittu manninum áminningu með semingi.
Maðurinn hélt öllu sínu.
Samantekin ráð að losa sig við konuna í rólegheitum úr því að HÚN var með þessi leiðindi.
Ef ríkisvaldinu er einhver alvara með öllum lögunum, reglunum og yfirlýsingunum,
þá verða allir viðkomandi reknir þarna,
til að stimpla það inn að svona gera menn ekki.
Og að svona afgreiða menn ekki málin.
Viggó Jörgensson, 10.2.2011 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.