2.2.2011 | 00:59
Reynir á skipulag og samkvæmni.
Þetta er rétt hjá Jóni Steinari.
Hættan er í fyrsta lagi á mistökum.
Í öðru lagi gengur ekki að mismunandi þriggja manna dómur fari að dæma í sitt hvora áttina.
Þá vaknar spurningin hvort ákveðnir dómarar eigi eingöngu að sinna efnahagsbrotum, bankamálum og fjármálum.
Hér hlýtur að reyna stjórn réttarins að skipuleggja málin þannig að ekki verði andstæðar niðurstöður eftir því hvaða þrír dómarar skipa þriggja manna dóminn hverju sinni.
Minni hætta ætti að vera á að fimm dómarar gætu dæmt sambærileg mál í sitt hvora áttina en þó ekki útlokað nema einhvers konar sérhæfing komi til.
Álag upp á hátt í einn dóm á dag er alveg galið.
Skipir þá engu þó að margir þeirra séu einföld mál sem hægt er að stimpla í anddyrinu.
Það er einmitt það sem Hæstiréttur á ekki að vera. Sjálfvirk stimpilstofnun.
Alþingi hefur lengi unnið þannig með skelfilegum afleiðingum.
Það er svo önnur saga að Jón Steinar eykur svo enn á vinnuálag sitt með sérálitum sem sum hver eru eins og hann vinni í allt öðru réttarkerfi.
Fjölgun dómara eykur ringulreiðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:17 | Facebook
Athugasemdir
á sem sé að dæma eftir því hvernig vindar blása?
haukur laukur (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.