11.1.2011 | 00:32
Hver er réttarstaða Birgittu?
Það hefði nú verið fallega gert að upplýsa okkur um eitt og annað eftir fundinn með sendiherranum.
Telst Birgitta vera grunaður brotamaður, hlutdeildarmaður eða vitni að glæp?
Og þá ýmist, eftir atvikum, með réttarstöðu grunaðra brotamanna eða vitnis.
Og vilja þeir handtaka Birgittu og ákæra, vilja þeir fá hana í yfirheyrslu eða kurteislega skýrslutöku?
Yrði hún hneppt í varðhald ef hún kæmi til Bandaríkjanna eða færi hún frjáls ferða sinna?
Hér á ég við, ef hún væri ekki með diplómatavegabréf.
Ef Twitter er bandaríkst fyrirtæki hafa Íslendingar þá eitthvað með málið að gera?
Bandarískur dómari skipar Twittermönnum að koma með öll bréfaskrifti Birgittu eða koma sjálfir í grjótið?
Og mættum við senda Jóhönnu, Össur eða einhverja sem ekkert gagnlegt hafa fyrir stafni, til að sitja inni viku og viku fyrir Birgittu?
Það er hægt í Nígeríu og fleiri löndum með "háþróað" réttarkerfi.
Svo er spurning hvort Birgitta þarf að ferðast með sömu rútu til SÞ og Mugabe og annað illþýði?
Rannsóknin í samræmi við lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.1.2011 kl. 11:08 | Facebook
Athugasemdir
Hún segist ekkert hafa að fela, hversvegna má þá ekki skoða þetta? Svo er það annað sem er athyglisvert. Birgitta studdi að allir póstar Geirs Haarde væru skoðaðir. Jafnt persónulegir póstar og þeir sem vinnuna vörðuðu. Nú er Birgitta í sömu sporum, og ég segi bara gott á hana.
Ómar Sigurðsson, 11.1.2011 kl. 01:13
Ómar:
Hefur þú eitthvað að fela? Ef ekki hlýtur þú að leyfa öllum að skoða öll persónuleg gögn um þig.
Karma (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 10:59
Ómar
Maður á aldrei að óska öðrum ófarnaðar.
En hitt er rétt að þeir sem hafa ekkert að fela hafa ekkert að óttast.
Eitt er það líka að í vinnunni á maður ekki að vera með viðkvæm persónuleg gögn, hvorki í tölvunni né á skrifstofunni.
Það eru margir opinberir eftirlitsaðilar sem eiga rétt á því að skoða öll gögn á vinnustað.
Íslendingar hafa hins vegar lítt hugsað út í það og eru almennt ekki vanir því að skatturinn, tollurinn o. s. frv. séu að skoða í tölvuna hjá þeim þó að lög geti einmitt staðið til þess.
Viggó Jörgensson, 11.1.2011 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.