9.1.2011 | 18:14
Ekki gekk hún glæpaveg en götuna meðfram honum.
Þetta var einhvern tímann sagt, að vísu um karlmann.
Upplýsingalekinn til Wikileaks er glæpamál samkvæmt bandarískum lögum.
Eitt er hvaða skoðun menn hafa á Bandaríkjunum og stríðsrekstri þeirra.
Og svo annað að Bandaríkjamenn hljóta að rannsaka allt og alla sem tengjast Wikileaks.
Við hverju bjuggust menn?
Í íslenskum hegningalögum eru refsiákvæði vegna brota gegn öryggi ríkisins, þjóðarinnar og landsins. Þau eru ekki upp á punt.
Íslensku lagaákvæðin settum við sjálf, Bandaríkjamenn settu sín lög.
Þeim sem brjóta íslensk lög er ekki tekið hér fagnandi.
Þeir sem brjóta bandarísk lög eru ekki velkomnir þangað nema í tugthúsið.
Hvað er svona flókið?
Bandaríkjamenn beita lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Facebook
Athugasemdir
Wikileaks brutu engin lög og stálu engu, þeir tóku aðeins á móti upplýsingum frá öðrum aðilum sem stálu þeim úr gagnagrunni Bandaríska ríkisins. Myndu þeir fara í mál við New York Times ef að þeir myndu birta umrædd skjöl eða myndbönd sem þeir myndu fá send frá aðila innan ríkisins sem stal þeim?
ónefndur (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 18:34
Góður pistill og setur kjarna málsins í fókus.
Baldur Hermannsson, 9.1.2011 kl. 18:36
Minni á Pentagonskjölin og Watergatelekann.
Svavar Bjarnason, 9.1.2011 kl. 18:51
Þeim hefur ekki tekist að finna nein lög sem varða þetta mál. Þess vegna er þessi leit í bígerð. Vegna þess að þeir eru að leita eins og vindurinn að einhverju til að saka þá um.
Wikileaks braust ekki inn neinstaðar þó að Bjarni segi að þau hafi gert það. Eitthvað verður að rannsaka Bjarna varðandi þessa staðhæfingu þar sem að ég er nokkuð viss um að það sé ólöglegt að staðhæfa að fólk hafi framið glæpi sem það hefur ekki gert.
Eina sem wikileaks gerði var að birta gögn. Nokkuð sem allar fréttaveitur á Íslandi hafa gert með sömu gögn en Bandaríkjastjórn þorir ekki að gera neitt í þeim. Þessi gögn afhjúpa stríðsglæpi, njósnir og önnur refsiverð brot.
Á íslandi er já löggjöf varðandi öryggi landsins. Því miður eru engar reglur um það hvað felst í því og þess vegna eru oft merkt sem leyndarmál þeir hlutir sem að eru óþægilegir fyrir ríkjandi flokka að séu afhjúpaðir. Samanber íslensk lögreglurannsókn á því af hverju Franklín Steiner var gefið skambyssuleyfi sem var merkt sem ríkisleyndarmál.
Það má aldrei vera talið ólöglegt að afjhúpa ólöglega hegðun.
Jón Gretar Borgþórsson (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 18:52
Wikileaks brutu engin lög það má vel vera, en Wikileaks er þa þjófsnautur, þ.e. nýtuir þess sem stolið er
mammzan (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 21:40
Bjarni er á niðurleið!
Sigurður Haraldsson, 9.1.2011 kl. 22:48
Viggó minn... ef þú myndar þér skoðun út frá lagabókstöfum fremur en mannrétttinda sjónarmiðum ertu talsvert týnd sál..
ríkisstjórnin er í vinnu fyrir okkur en ekki öfugt.... og séu ólög sem að hindrar okkur, sem eigum landið, að fá yfirsýn yfir okkar fyrirtæki/þjóðarbú og hvernig það er rekið, þá er pottur brotinn og sjálfkrafa ætti allt vald forstjóranna fara til fólksins sem eiga fyrirtækið.
Eflaust mun það kosta allsherja kreppu ef mannkynssagann eins og hún gerðist/gerist verður afhjúpuð og fölkið áttar sig á hvað við erum í mikilli villu
sjáðu bara heiminn sem þú skilur eftir handa börnunum þínum......... ertu stoltur?
GunniH (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 03:16
Ónefndur.
Það getur meira en vel verið að bandarískum dagblöðum sé óheimilt að birta stolnar upplýsingar um ríkisleyndarmál.
Viggó Jörgensson, 10.1.2011 kl. 07:29
Þakka þér Baldur.
Prik frá þér er meira virði en flestra hér á blogginu.
Viggó Jörgensson, 10.1.2011 kl. 07:30
GunniH
Ég mynda mér ekki skoðun út frá lagabókstafnum.
En lögin eru þarna og raunveruleikinn líka.
Ef þú ætlar að klappa fallegum bjarndýrshúni, þá máttu búast við því að birnan stórslasi þig eða drepi.
Ekkert réttlæti í því engu að síður staðreynd.
Þeir sem brjóta bandarísk lög, um hernað eða ríkisleyndarmál, mega búast við því að Bandaríkjamenn snúi við hverjum hverjum steini og sýni bæði óbilgirni og hörku.
Það hefur ekkert með mínar skoðanir að gera, það er bara raunveruleikinn.
Ég er síður en svo stoltur af heiminum sem við skiljum eftir okkur en það er efni í sérstaka umræðu.
Viggó Jörgensson, 10.1.2011 kl. 07:37
Jón Grétar.
Ég hef ekki rannsakað Wikileaks sérstaklega.
Hitt er annað mál að það vantar alþjóðleg refsilög um fleiri þætti en glæpi gegn mannkyni, stríðsglæpi og þess háttar.
Alþjóðlegir aðilar sem eiga eiginlega hvergi heima geta stundað skattsvik, fjárglæpi, netglæpi og allan skrattann án þess að einhver eigi beinlínis lögsögu til að stefna viðkomandi til að svara til saka.
Það er ekki sjálfgefið að það sé í lagi að birta ríkisleyndarmál ríkja um öryggismál o. s. frv.
Upplýsingar um vatnsból almennings eiga t. d. ekki að vera á netinu, það er ekki óhætt lengur.
Viggó Jörgensson, 10.1.2011 kl. 07:43
Viggó þögnin drepur, ekki sannleikurinn.
Kommentarinn, 10.1.2011 kl. 13:52
Það sem vantar Viggó er frjálsir óháðir fjölmiðlar sem þurfa ekki að óttast að valdhafar þaggi niður í þeim þegar þeim hentar og matreiði fyrir þá það sem þeir vilja að komi fram. Þessvegna verða að vera mjög rúm alþjóðalög til að tryggja málfrelsinu forgang. Við þurfum ekki að búa til fleirri spotta fyrir valdhafa að kippa í þegar þeim er ógnað en þú virðist vera að heimta alþjóðleg refsilög um eitthvað slíkt. Hvernig alþjóðarefsilög um fjölmiðla myndir þú vilja sjá?
Ertu búinn að sjá þessa mynd:
http://www.youtube.com/watch?v=zAmXNlPT2VE&feature=player_embedded#!
Kommentarinn, 10.1.2011 kl. 13:59
Það er einfaldlega ólíðandi að hægt sé að fremja stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni með ólögum, sum lög eru ekki byggð á réttlæti og þannig lögum ber ekki nokkrum manni að taka mark á frekar en hann kýs, raunar æskilegt að menn virði ólög að vettugi, ekki síst þegar gríðarlega ríkir almannahagsmunir eru í húfi. Að taka við stolnum gögnum sem afhjúpa óverjandi glæpi og birta er stundum nauðsyn og sennilega aldrei jafn gríðarlega mikilvægt og nú á tímum.
Georg P Sveinbjörnsson, 10.1.2011 kl. 19:18
Það er nokkuð til í þessu hjá Georg ..... en óhaggað stendur að Wikileaks er ekki hafin yfir gagnrýni og ætti að taka opinberri rannsókn með fagnaðarlátum í stað þess að mögla.
Baldur Hermannsson, 10.1.2011 kl. 19:33
Get alveg tekið undir það Baldur.
Georg P Sveinbjörnsson, 10.1.2011 kl. 19:48
Í umræðu um lög þurfa menn að gæta að tvennu:
1. þáttur er að fjalla um lögin eins og þau eru. Það er hlutverk lögfræðinnar sem fræðigreinar.
2. þáttur er um lögin eins og þau ættu að vera. Á því getur hver og einn haft skoðun en annars heyrir þetta undir stjórnmál og stjórnmálafræði, félagsfræði, siðfræði, guðfræði eða hvaðeina sem fjallar um mannlegt samfélag.
Í þessu Birgittumáli hef ég aðallega verið að fjalla um lögin eins og þau eru og þá þau bandarísku og þau viðhorf sem þar búa að baki.
Ég hef ekkert verið að fjalla um lögin eins og þau ættu að vera nema að þetta að mér þykir slæmt að ekki séu til alþjóðalög og alþjóðlegur aðili sem getur tekið á alþjóðlegum fjárglæpum, skattaglæpum, mansali, kynlífsþrælkun, barnaníði og þess háttar.
Ég hef slétt engan áhuga á alþjóðalögum er skerði málfrelsi, upplýsingafrelsi eða fjölmiðlafrelsi.
Er bara algerlega á móti slíkum skerðingum enda augljóst að þær gætu hafa skelfilegar afleiðingar.
Hins vegar hef ég, eins og Baldur, bent á að frelsinu fylgir ábyrgð, á þessu sviði eins og öðrum.
Viggó Jörgensson, 12.1.2011 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.