8.1.2011 | 13:20
Getur sjálfri sér um kennt. Bauð Julian Assange í sendiráðið.
Birgittu Jónsdóttir fannst það mjög sniðugt hjá sér að bjóða Julian Assange í sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík.
Birgitta mætti ekki sjálf en Assange fór sem gestur hennar og ræddi þar við næstráðendur án þess að þeir vissu hver hann væri.
Menn eru miklir óvitar að halda að Bandaríkjamenn taki svona sem saklausu spaugi.
Birgitta ætti að forðast ferðalög til Bandaríkjanna í framtíðinni.
Án diplómatavegabréfs yrði hún líkast til handtekin umsvifalaust.
Drengurinn hermaðurinn sem stal öllum þessum upplýsingum, og sendi til Wikileaks, er ennþá í gæsluvarðhaldi.
Hann á vafalaust dauðarefsingu yfir höfði sér.
Bandaríkjamenn eru í stríðsrekstri fyrir óheyrilegar upphæðir auk þess að reka rándýrar leyniþjónustur og öryggisstofnanir.
Þó að íslenskir alþingismenn sjái ekkert athugavert við smá gagnfræðaskólagrín í öllum þessum upplýsingaleka fer því víðsfjarri að Bandaríkjamenn líti þannig á málin.
Upplýsingalekinn á Wikileaks um hernaðaraðgerðir þeirra eru svo alvarlegt mál fyrir Bandaríkjamenn að furðu má sæta að þeir hafi ekki þegar skilgreint aðstandendur Wikileaks sem hernaðarleg skotmörk.
Bandaríkjamenn hafa áreiðanlega flutt ómerkari fanga yfir hálfan hnöttinn með leynd.
Birgitta ætti heldur ekki að ganga um Laufásveginn í myrkri.
Sérkennilegt og grafalvarlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Facebook
Athugasemdir
Fáránleg rök hjá þér. Þetta er spurning um réttlæti ekki hverjum þetta er að kenna.
Þú myndir vonandi ekki segja að það sé konu að kenna ef hún er tekinn í Jemen fyrir að ganga með manni sem er ekki skyldur henni og hýdd á almannafæri. Þú myndir ekki segja að ef kona fer til Kongó (nauðgunarhöfuðborg heimsins) og væri nauðgað að það væri henni að kenna. Þó að auðvitað gætu þessar konur þannilagað komið í veg fyrir það. Skiluru hvert ég er að fara.
Upplýsingafrelsi er eitthvað ættu að vera grundvallarmannréttindi. Tjáningar og persónufrelsti er það nú þegar en með þessu er bandaríkjastjórn að fara gegn því.
S.s ef eitthvað land er að fara illa með þjóð sína eða aðrar þjóðir þá leitar maður ekki eftir því hverjum það er að kenna heldur hvar vandamálið liggur og berst svo gegn óréttlætinu.
Jakob (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 09:34
Sæll Jakob.
Ég sé ekki að okkur greini á um neitt.
Ég er ekki að skrifa um réttlæti.
Ég er bara að segja að ef þú reynir að klappa bjarndýrsunga þá ræðst móðirin á þig.
Ekkert réttlæti en þannig er það nú samt.
Hvernig datt Birgittu í hug að stíga á tærnar á BNA og halda að það hefði engar afleiðingar?
Ég er heldur ekkert að skrifa um hvernig persónufrelsi, upplýsingafrelsi eða mannréttindi eigi að vera.
Stjórnendur BNA ákveða það fyrir sinn hatt og við breytum því ekki svo gjörla.
Við getum haft okkar skoðanir á því en það kemur fyrir lítið gegn slíku herveldi.
Og til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég síður en svo einhver aðdáandi bandaríska þjóðfélagsins.
Viggó Jörgensson, 9.1.2011 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.