Er í raun tilraun til manndráps.

Þessi ómennska að sparka í höfuðið á liggjandi fólki er ekkert annað en tilraun til manndráps og ætti að varða refsingu í samræmi við það.

Íslenska þjóðfélagið hefur sýnt óafsakanlegt umburðarlyndi gagnvart þessari yfirgengilegu villimennsku.  

 


mbl.is Á gjörgæslu eftir líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þetta kemur ekki flokkakerfinu við.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.1.2011 kl. 16:35

2 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Gleðilegt ár, það er rétt hjá þér almenningur hefur sýnt glæpalýðnum mikla umburðalynd,

bæði afbrotamönnum og einnig fjárglæpamönnum sem eru engu betri.

Bernharð Hjaltalín, 1.1.2011 kl. 17:09

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Það verður nú að segja að dómstólar landsins hafa verið nokkuð duglegir við að dæma fólk sem hefur stolið sér kjötbita til að seðja sitt sárasta hungur.

Gísli Sigurðsson, 1.1.2011 kl. 17:42

4 identicon

Ábyrgðin er þingmanna og dómara. Ef dómaramminn er td. fyrir svona brot 0 til 8 ára fangelsi mun dómarinn dæma manninn í 0 fangelsi. Kostnaður vegna lögreglu og sjúkrahús hleypur á tugum milljóna og það borgum við en ekki afbrotamaðurinn sem dundar sér við þetta í mannvonsku sinni. Svo eru til stór samtök hér á landi sem alltaf rjúka upp og vernda svona glæpamenn. Það er ástæðan fyrir því að hér er allt fullt af glæpamönnum sem ganga lausir og normal fólk hættir sér ekki niður í bæ.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 17:44

5 Smámynd: hilmar  jónsson

100% sammála.

hilmar jónsson, 1.1.2011 kl. 19:27

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ábyrgðin er líka saksóknarans. Mynni á aðfinnslur héraðsdómara þegar Benjamín Þór annálaður ofbeldisfantur var ákærður fyrir að sparka í höfuð manns. Ákærandinn var Jón HB Snorrason.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.1.2011 kl. 22:51

7 identicon

Ég er þér alveg 100% sammála og þetta er ofboðslega góður punktur sem að saksóknari mætti alveg taka til greina í framtíðinni

Sigurbjörn Einarsson (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 05:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband