Tekur dómarinn þá málið aftur ef því verður frávísað hérlendis?

Jón Ásgeir Jóhannesson gerir því skóna í Fréttablaðinu að mál þetta sé ekki dómtækt hérlendis.

Þá vaknar spurningin hvort bandaríski dómarinn taki við málinu aftur, verði því frávísað hérlendis. 

Dómarinn virðist a. m. k. vera á þeirri skoðun að réttvísin eigi að láta málið til sín taka, fyrst þó hin íslenska frekar en sú bandaríska.

Að minnsta kosti gerir dómarinn þá kröfu að eignir viðkomandi skuli vera til reiðu ef þeir tapa málinu. 

Einnig að þeir undirgangist skriflega að hinir stefndu viðurkenni forræði íslenskra dómstóla í málinu, þó svo að þeir hafi ekki heimilisvarnarþing á Íslandi.   

Ekki er víst að þetta geti gengið allt svo snurðulaust fyrir sig eins og dómarinn hyggur.  Hvað gerir hann þá? 

Í annan stað gæti einhver bandaríski fjárfestirinn og kröfuhafinn ákveðið að stefna inn málinu og þá eru málsaðilar ekki lengur allir íslenskir. 

Hvað gera bandarískir dómsstólar þá?

Það er ekki tímabært fyrir neinn að fagna í máli þessu, svo mikið er víst. 

 

 


mbl.is Glitnismáli vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband