Hárrétt, enginn er hafinn yfir lögin.

Íslenska þjóðin er búin að fá sig pakksadda af liði sem telur sig hafið yfir lögin. 

Sama hvort það eru innlendir eða erlendir bankamenn, erindrekar eða þjófar.  Afsakið fjárfestar kalla þeir sig.   

Eðlilega skal fara eftir meðalhófsreglum. 

Þá sem skirrast hins vegar ítrekað við

eins og bankamenn sem neita að afhenda opinberum eftirlitsstofnunum umbeðnar upplýsingar 

á bara að handjárna við skrifborðið og leiða út í beinni útsendingu. 

 
mbl.is Tollgæslu meinað að skoða flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Ríkisstjórnin fer einsog köttur kringum heitan graut, þar sem  vandamál samfélagsins eru.  Kjarklaus og huglaus!  Hér ríkir stjórnarkreppa og þingið er í upplausnarástandi.  Engin forysta er fyrir hendi, sem þing og þjóð gæti fellt sig við.  Málin verður að leysa.  Það getur ekki ríkisstjórnin og ekki þingið með núverandi stjórn!  Valið stendur því milli neyðarstjórnar og kosninga.  Síðari kosturinn er raunar ekki kostur í stöðunni miðað við ástand stjórnmálaflokkanna. http://utanthingsstjorn.is/

Auðun Gíslason, 30.10.2010 kl. 16:05

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Auðunn. 

Frú Jóhanna hugsar ekkert yfirleitt sem nokkru varðar. 

Össur hugsar ekki um annað en að sigla okkur í ESB. Í þeim leiðangri má allt detta útbyrðis.   

Steingrímur hugsar bara um að hann sjálfur sé ráðherra.

Í tvö ár hefur þjóðin beðið eftir að þetta fólk vaknaði til raunveruleikans og gengi til vitrænna verka. 

Við getum þá alveg eins boðað til kosninga.  

Ef stjórnmálaflokkarnir ná ekki að hreinsa undirmálsfólkið úr sínum röðum, þarf bara ný framboð.   

Utanþingsstjórn eða neyðarstjórn er ekki valkostur nema Alþingi umlíði hana.  

Meiri hluti Alþingis hefur engan vilja til að bestu sérfræðingar þjóðarinnar séu á ráðherrastólum. 

Vinstri grænir er sértrúarsöfnuður utan um Steingrím Jóhann Sigfússon persónulega.

Dettur þér í hug að slíkur flokkur færi að biðja fólk með hæfileika, menntun og reynslu um að setjast í fjármálaráðherrastólinn.  

Þar datt einmitt inn, fyrir misskilning, kona með alla þessa kosti.  

Steingrímur og fylgismenn hafa gert allt til að fæla dr. Lilju Mósesdóttur á brott nema setja hana á bálköst.  

En þá langar.

Undirmálsfólk eins og Steingrímur eru auðvitað djöfullega settir í slíkum samanburði.

Þá sér hvert mannsbarn að hann er bara réttur og sléttur fábjáni á sviði efnahagsmála og landshags.  

Viggó Jörgensson, 30.10.2010 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband