Þyrfti að rannsaka eldsupptök. Herða á skoðunum.

Það er geysilega alvarlegt að eldur komi upp í bíl strax eftir veltu eða árekstur.  

Fólk gæti verið án meðvitundar, fast inni í bílnum o. s. frv.

Rannsóknarnefnd umferðarslysa ætti að kanna þetta mál nánar og setja niðurstöðurnar í næstu ársskýrslu. 

Orsakir geta verið þættir sem skoðunarstöðvar hafa litið of mildum augum. 

Kæruleysi með raflagnir er eitthvað sem enn er mjög algengt í bílum hérlendis.

Meira að segja í atvinnubifreiðum má oft sjá lélegan frágang raflagna.

Lítill gaumur er gefinn að sliti á umbúnaði raflagna í gömlum bílum. 

Árum saman og athugasemdalaust eru sum ökutæki löðrandi í olíu og eldsneyti. 

Á það oft við um vélarhúsið og ekki síður undirvagninn.    

Vart þarf að nefna hversu háskaleg svona ökutæki eru í jarðgöngum, innan um fjölskyldubílanna með börnunum.     


mbl.is Bíll valt og brann á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband