22.10.2010 | 14:13
Handvaldir kjósendur, gamla spillingin.
Að Gylfi sitji áfram með atkvæðum 183 manna er bara spillingin á gamla Íslandi.
Þessir 183 eru handvaldir af verkalýðsforystunni til að sitja ASÍ þing.
Nákvæmlega eins og þingið í Norður Kóreu fékk að rétta upp hendur þar um daginn.
Það er engin hætta á að Gylfi hefði verið endurkosinn, hefði fólkið sjálft í ASÍ fengið að kjósa í almennri kosningu.
En það verður aldrei.
Gylfa er handstýrt af forystu Samfylkingarinnar.
Eða er það Gylfi sem handstýrir forystunni?
Jæja það kemur út á eitt fyrir fólkið í landinu.
Gylfi endurkjörinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Facebook
Athugasemdir
Þetta fulltrúalýðræði er gervilýðræði. Af hverju mega félagsmenn ekki kjósa forystu sína?
Þegar AsÍ var stofnað 1916 voru t.d. samgönguhættir ekki upp á marga fiska á Íslandi. Svo er eins og ekkert hafi breyst frá 1916.
Krafan í dag er aukið lýðræði!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 22.10.2010 kl. 15:01
Segðu.
Viggó Jörgensson, 27.10.2010 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.