21.10.2010 | 13:43
Stórháskalegt - hrynur krónan aftur?
Bíða ekki erlendir eigendur jöklabréfa eftir að geta selt þau og fengið peningana sína?
Sé það svo má búast við að krónan hrynji aftur.
Það væri þá meiriháttar glæfraskapur að aflétta gjaldeyrishöftum í einum rykk.
En það væri þá eftir öðru hjá þessum snillingum í Seðlabankanum sem hönnuðu peningamálastefnuna eftir árið 2000.
Nákvæmlega Már Guðmundsson og félagar sem tóku upp fljótandi gengi og hentu bindisskyldunni.
Stefnuna sem leiddi til þess að hvorki þjóðin né bankarnir áttu gjaldeyri þegar hér skall á nákvæmlega eins kreppa og í Asíu 20 árum fyrr.
En höfðu þeir lært eitthvað af reynslunni þessir herrar?
Nei það er bara almenningur sem þarf að standa reikningsskil á slíkum mistökum.
Skilyrði fyrir frekari afnámi gjaldeyrishafta um áramót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.