20.10.2010 | 01:53
Samfélag sem er vont við börnin sín.
Samfélag sem er vont við börnin sín er ekki siðað samfélag.
Íslenskir námsmenn sem koma frá norðurlöndunum hafa lengi sagt frá því að Íslendingar séu vondir við börn og barnafólk.
Eru þeir þá að bera saman það sem hin norðurlöndin gera meira fyrir börn og barnafólk í gegnum skattkerfið og fleira.
Og alveg sérstaklega þótti gott að vera námsmaður með börn á norðurlöndunum.
Nú er vandrataður meðalvegurinn í þessu eins og öðru.
En sú þjóð á sér enga framtíð sem ekki ber gæfu til þess, á erfiðum tímum, að gæta sérstaklega að heill barna sinna.
Flest mætti nú skera niður áður en við förum að spara nauðsynleg lyf, læknis- og tannlækniskostnað við börnin okkar.
Ja svei að það skuli yfirleitt þurfa að ræða þetta.
Svo eru til heilir, og hálfir, miljarðar í endaleysu eins og umsókn um ESB, stjórnarskrárþvaður og annað endemi.
Helstu landsstjórnendur eru snargalnir, á því leikur enginn vafi.
Niðurskurður bitni ekki á börnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.