Aftur og nýbúin. Kjölfestufjárfestir.

Kjölfestufjárfestir var lykilorðið við einkavæðingu bankanna.  

Enn er þetta orð í tísku. 

Á mannamáli þýðir þetta að einhverjir gæðingar bankans fá að kaupa Haga og ráðskast þar með eignir minni hluthafanna.

Sem verða almenningur.  Einstaklingar og lífeyrissjóðir almennings.  

Finnst eins og ég hafi heyrt þetta einhvern tíma áður.   Að þessir minni hluthafar hafi tapað öllu sínu.  


mbl.is Hagar til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt. "kjölfestufjárfestir" Tetta orð er ekki til í öðrum málum. Bara bull...

óli (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 23:08

2 identicon

Þetta orð "kjölfestufjárfestir" hljóðar í mínum eyrum líkt og "útrásarvíkingur" .Þessir fjárglæframenn virðast vera afar vondur kostur.  Í það minnsta ef litið er yfir farinn veg.

Margrét (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 14:37

3 Smámynd: Trausti Þór Karlsson

Orðabók.is þýðir orðið kjölfestufjárfesta sem ,,lead investor" sem er eflaust ágætis þýðing. Það virðist nú vera svo að í öllum hlutafélögum eru einhverjir kjölfestufjárfestar (einkar skemmtilegt orð) þannig að ég tel þetta nú vera góðan leik hjá bankanum að reyna að stjórna því hverjir verða kjölfestufjárfestar í þessu stóra fyrirtæki sem Hagar er í staðinn fyrir að fá einhverja vitleysinga inn í þetta á miðri leið sem enda með allt niðrum sig eins og reynslan hefur sýnt.

Trausti Þór Karlsson, 19.10.2010 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband