17.10.2010 | 02:37
Fram með tunnurnar til sigurs.....
Ríkisstjórnin er vissulega að vona að við Íslendingar séum hálfvitar upp til hópa.
Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar fór í að sannfæra okkur um að borga icesave.
Annars yrði hér allt í einhverjum Hirosima rústum innan skamms.
Við 92,3% kjósenda sáum í gegnum þá blekkingu.
Svo er reynt með hverju málinu á eftir öðru að villa okkur sýn.
Svo ekki sjáist að engin ríkisstjórn í sögu vesturlanda hefur svikið þjóð sína sem þessi.
Allt sem ríkisstjórnin gerir snýst um svikalogn.
Við megum ekki gera okkur grein fyrir að ríkisstjórn Íslands hefur í reynd framselt vald sitt til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd Evrópusambandsins.
Ríkisstjórnin er ekki að gera neitt og ætlar ekki að gera neitt frekar fyrir fólkið í landinu.
Þjóðfundur og stjórnlagaþing snúast aðeins um eitt.
Að stjórnarskránni verði breytt þannig að heimilt verði að gagna í ESB.
Eins og í icesave málinu treystir ríkisstjórnin á að við séum þeir hálfvitar að sjá ekki í gegnum þetta.
Það er ekkert í stjórnskipun okkar sem segir að stjórnarskrárgjafinn þurfi að hlusta hið minnsta á tillögur þjóðfundar eða stjórnlagaþings.
Allt eitt allsherjar sjónarspil, rétt eins og "viðræðurnar" við Hagsmunasamtök heimilanna.
Ríkisstjórnin hefur í raun svikið þjóðina í tryggðum.
Á þjóðveldisöld voru slíkir reknir úr samfélaginu og voru réttdræpir, létu þeir sjá sig.
Það var bara ekkert svo vitlaust þegar maður hugleiðir það nánar.
En slíkt er bannað í okkar samfélagi, það vona ég að menn athugi.
Lægri refsing var svo útlegð. Burt úr landinu í þrjú ár.
Mjög snjallt líka, nema það mætti í einhverjum tilfellum vera ævilangt.
Þá væri hægt að reka ESB svikaranna til þeirra landa sem þeir þrá svona heitt.
Um Þórð Kakala syngjum við trúir og sannir Íslendingar:
Svík þú aldrei ættland þitt í tryggðum... ...drekk þú þig heldur í hel...
Það væri að vísu vel þegið ef ráðherrar okkar, aðrir landráðamenn og þjóðníðingar myndu þiggja þetta ráð en við megum bara ekki vera að því að bíða þess.
Hér á að eyðileggja þjóðfélag okkar með næstu fjárlögum og fleiru.
Fram með tunnurnar...
Leikritinu er lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.