13.10.2010 | 15:28
Verðum að eiga álverin sjálf. Fífl og fórnarlömb?
Ég hef margoft nöldrað yfir því áður að Íslendingar eiga sjálfir að eiga álverin hér.
Framleiðsla álveranna er inn í landsframleiðslu en ekki þjóðarframleiðslu.
Af því að þau eru í erlendri eigu eins og allir vita.
Hvernig þau bókast í þjóðhagsreikninganna er nú ekki ekki grundvallaratriðið
heldur það að hagnaðurinn af þeim fer úr landi.
Það eru aum viðskipti að gefa rafmagn í áratugi til að fá þessi störf við álverin.
Úr því að við erum búin að velta hér öllu á hliðina til að virkja og virkja
eigum við auðvitað að fá hagnaðinn af því líka.
Eða ætlum við endalaust að vera fífl og fórnarlömb?
Fjárfesta fyrir 86 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Facebook
Athugasemdir
Okkur munar nú ekki mikið um að kaupa nokkur álver núna.
Ragnar Gunnlaugsson, 13.10.2010 kl. 16:39
Það væri nær að nota erlendu lánin til að gera eitthvað uppbyggilegt
frekar en að borga icesave
sem er planið hjá ESB, AGS og ríkisstjórninni.
Viggó Jörgensson, 13.10.2010 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.