Svipað og Esjan.

Dýpið í námugöngunum er litlu minna en hæð þeirra tinda sem vinsælastir eru, til uppgöngu, á Esjunni. 

Dýpið sem námumennirnir eru á er eitthvað yfir 700 metrar.  

Hábunga á Esju er 914 metrar, hæstu tindar næst Reykjavík eru 800-900 metra yfir sjó.   

Þessi björgun er ótrúlegt afrek. 


mbl.is Þakkaði Chile fyrir hjálpina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er álíka og Þverfellshornið í Esjunni. Útsýnisskífan er í eitthvað um 750 metra hæð.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.10.2010 kl. 13:39

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já þakkir Emil, fann hæðina ekki á kortinu.  

Ótrúlegt afrek. 

Viggó Jörgensson, 13.10.2010 kl. 15:12

3 identicon

Alveg mögnuð björgun.

Ég get kannski ekki alveg sett mig í þessi spor en ég get sagt ykkur það eftir að hafa sjálfur unnið í neðanjarðargullnámu í tæpt ár þá get ég varla ímyndað mér hvernig væri að sitja fastur í tæpa 70 daga í svona helvíti. Svartamyrkur, mikill raki og víða lágt til lofts og erfiðar aðstæður sem margir myndu ekki höndla. Maður skilur allavega mun betur núna hvers vegna svona "refuge stations", eins og sú sem þeir höfðust að mestu til í, eru með reglulegu millibili inn í námum.

Sem betur fer var náman sem ég vann í boruð inn í fjall í um 300 metra hæð og svo eru göng niður í 200 metra hæð og upp í um 700 metra hæð sem spíralast upp og niður inní fjallinu. Þannig að við hefðum alltaf haft kost á fleiri möguleikum á því að sleppa en bara upp eins og þessar hetjur þarna í Chile.

Sölvi (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 21:20

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Sölvi, 

svona vinna er ekki fyrir okkur sem rétt þorum niður í kjallara.

Viggó Jörgensson, 14.10.2010 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband